svefninn
Var í sporvagn um daginn. Getur orðið svolítið þungt loftið inni í þeim, ´takturinn´ í sporvagninum líka einstaklega svæfandi. Áður en ég vissi af, var ókunnugi strákurinn við hliðina á mér bara farinn að kúra á öxlinni minni. Jahá...Sporvagninn bremsaði smá harkalega, gæinn hrökk við og vaknaði. Og það eru fleiri þreyttir. Heyrði af nemanda sem SOFNAÐI í lokaprófinu.....ekki lukkulegt það....kennarinn bað okkur svo í lengstu lög að sofa á nóttunni, en ekki í lokaprófinu eins og þessi tiltekni nemandi. Núna sit ég fyrir framan tölvu í litlu og þægilegu tölvuveri. Frekar hlýtt hérna inni, bjart, notalegt. Hljóðlátt, heyrist bara pikkið í fingrunum sem leika um lyklaborðin. Hljóðlátt, tjahh...fyrir utan strákinn sem HRÝTUR hérna við hliðina. Greyið, hann hefur greinilega verið orðinn doldið sybbinn!
rrrrrrrrrrriing
Er einhvers staðar milli svefns og vöku, þó kannski nær draumalandinu. Heyri hringihljóð, finnst þetta vera síminn að hringja. HALLÓ! segi ég, hátt og snjallt. En þetta var ekki síminn að hringja, heldur vekjaraklukkan. Halló-ið heyrðist nokkuð örugglega yfir í næstu íbúð....hehe
jólin
Já, það voru jólin hjá mér í dag - ég fékk pakka :o) Pakkagreyið hefur verið á góðu ferðalagi síðustu tvo mánuðina, farið frá Íslandi og alla leiðina hingað til Melbourne í Ástralíu. Leiðin var hvorki bein né greið...........pakkinn kíkti við í Danmörku og þvældist líklega eitthvað um í alpalandinu Austurríki (Australia er nefnilega soldið líkt Austria). Að lokum fannst þó rétt leið. Ferðalagið hafði greinilega tekið aðeins á, pakkinn var vel beyglaður og rifinn. En það er allt í lagi, hann komst til mín :o) Ein stelpa labbaði brosandi út að eyrum út af pósthúsinu, með pakkann sinn í fanginu. Ánægja og gleði. Það voru sko jólin hjá mér í dag, í lok maí.
Pizza og Peking önd
Verklegt kláraðist í dag, einum degi á undan áætlun, þvílík hamingja :o)
Kennarinn/skólinn splæsti pizzu og drykkjarföngum (óáfengt) í hádeginu á alla krakkana, 30 og eitthvað stykki. Pizzuilmur um allan skóla. Allir brosandi og kátir og kennarinn orðinn uppáhaldskennarinn fyrir vikið, hehe...
Fimm fræknir nemendur (frá Kína, Kóreu, Kanada, Indlandi og Íslandi) spiluðu svo fótbolta, heiðarleg tilraun til að reyna skapa pláss fyrir kvöldmatinn.
Kvöldmaturinn: Kínverskt te. Dim sum með sojasósu. Kínverskt te. Peking önd með þunnri pönnuköku, vorlauk, gúrku og plómusósu. Kínverskt te. Pekingandarsúpa. Kínverskt te.
Fékk síðast Peking önd í Peking, ólýsanlega góð. Þessi var sko ekki síðri, mmmm.......
eldur á bókasafninu
Bókasafnið í skólanum er, tjahh...hvaða lýsingarorð notar maður um ca 700.000 bækur og heilan helling af öðru efni? allavega...Fyrir stuttu hljómaði brunaviðvörunarkerfið á bókasafninu, allir beðnir að yfirgefa svæðið. Eins og venjulega heldur maður að þetta sé bara plat eða æfing, en það var víst eldur á bókasafninu. Á sekúndubroti skoppuðu atburðir úr sögutímum upp í hugann, bruninn á bókasafninu í Alexandríu forðum daga og handritabruninn í Kaupmannahöfn hjá honum Árna Magnússyni. Öfugt við atburði í Alexandríu og hjá honum Árna, var þessi eldur slökktur fljótlega og olli litlu tjóni.
haust
Hor í nös, manneskjan við hliðina er hnerrandi og einhver annar hóstandi. Sá fjórði rámur og sár í hálsinum. Haust, já ég held það bara, haust í allri sinni dýrð. Laufblöðin skreyta gangstéttarnar, brún og rauð og gul. Laufblöðin bara liggja þarna, eitthvað svo friðsæl og fögur. Og svona hefur það verið síðustu vikurnar, haust í nokkrar vikur. Á Íslandinu ná laufblöðin sjaldnast að detta á jörðina, þau fjúka bara strax af trjánum. Vindurinn, já, sífelldur vindurinn. Haustið kom og haustið fór, haust á einum degi og tæplega það.
Cairo flashback
Ein akrein fyrir bíla, önnur samsíða akrein fyrir sporvagna. Þarna á milli þessara tveggja akreina er smá pláss sem er fyrir fólk sem bíður eftir sporvagninum. Eyja í miðri umferðinni. Sporvagn þýtur hjá á annarri hlið, nokkur tonn þar á ferðinni. Á hinni hliðinni þjóta bílar framhjá. Þetta minnir mig á umferðina í Cairo, nema þar voru bílarnir enn nærri manni, jafnvel rútur beggja vegna.
háskólasyndrome
*Tæplega mánuði fyrir próf er þokkalegasta magn af verkefnum (sem var minnst á í síðustu færslu) og fleiru af svipuðum toga sem þarf að skila *Tæplega mánuði fyrir próf er blokk af verklegum tímum í tveimur námskeiðum, verklegir tímar allar helgar frá 9-5 og einstaka kvöld. Klárast í sömu viku og prófin byrja. Og svo þarf nottla að skila skýrslu úr þessu verklega, jájá.... Ég held að þetta sé svokallað háskólasyndrome; smella bunka af alls konar dóti á nemendur síðustu vikurnar fyrir lokapróf. -er virkilega ekki hægt að hafa verklegt td í mars í staðinn fyrir síðustu vikurnar á önninni? Sumir krakkarnir eru td í lokaprófi um morguninn og þurfa svo eftir það að mæta í verklegt, skrítið, eehhh?
verkefni, skýrsla....
Tveggja tíma svefn síðusta sunnudag, held ég sé ennþá að ná mér (hef þurft 10-12 klukkutíma svefn undanfarna mánuði). Hraður hjartsláttur, svimi, matarlystin horfin og litlir verkir á víð og dreif í kroppnum var afraksturinn. Ekki sniðugt. Er þetta ég í speglinum? Nei, þetta er draugurinn af mér. Ritgerð. Verkefni, verkefni, fleiri verkefni. Skýrslur og skýrslur og enn fleiri skýrslur. Og sumt með skilafrest eftir 3-4 daga, yndislegt. Þarna inn á milli einhvers staðar kemur eitt próf, svona sem smá tilbreyting. Svo koma blessuð prófin...blessuð prófin já. Á fimmtudaginn gleymdi ég mér yfir verkefni. Í dag mundi ég ekki alveg hvar aðgangskortið mitt gilti. Öryggisvörðurinn glotti og sagði að með þessu áframhaldi yrði ég nokkuð örugglega prófessor við þennan skóla. En hva, er það skrítið að maður gleymi svona smáatriðum þessa dagana, ha? :o) Þakka bara fyrir að muna að borga húsaleiguna, klæða mig og fara í skó áður en ég fer út og skilja tannburstann eftir inni á baði en ekki fara með hann í hendinni í skólann... :o)Farin heim að borða, í ísskápnum mínum er kjúklingabringa á svamli í girnilegri marineringu.
microsleep
Fyrirlesarinn talar og talar, svo sem allt í lagi með það. Á einhverjum tímapunkti hrekkur þú við, bíddu bíddu, komin ný glæra, hvað sagði fyrirlesarinn í tengslum við þá síðustu??Á þessum tíma voru augun opin, en það var slökkt á athyglinni. Orðin komu og orðin fóru, voru eiginlega bara eitthvað bakgrunns skvaldur - eins og lág, róandi tónlist. Þar til maður hrekkur við og er eitthvað hálf týndur, hvað er fyrirlesarinn eiginlega að tala um núna.... Heilinn hvíldi sig í 30-40 sekúndur. Þetta fyrirbæri er víst kallað microsleep (örsvefn?) og gerist á ca 20/30 mínútna fresti. Í þriggja klukkustunda fyrirlestri, er því nokkuð ljóst að sama manneskjan mun örsofa nokkrum sinnum. Þegar hlustendurnir eru nokkrir tugir nemenda er ennfremur ljóst að á tilteknum tímapunkti eru nokkrir nemendur örsofandi. Og það er til dæmis ástæða þess að fyrirlesarar ættu að endurtaka mikilvæg atriði tvisvar til þrisvar sinnum - þannig að allir hlustendur nái þessu mikilvæga atriði.
sofu
Viðfangsefnið í verklegu um daginn, var sojamjólk og tofu búið til úr sojabaunum og sojamjöli. Einhver stelpa var orðin soldið þreytt á einhverri stundu í skýrsluskrifunum úr þessu verklega....allt í einu var sojamjólk og tofu komið í eina sæng, sofu.En hva, sofu sparar pláss og tíma-sofu tekur miklu minna pláss á pappírnum en soymilk and tofu -sofu þarfnast styttri tíma í ritun en soymilk and tofu-sofu tekur styttri tíma í framburði heldur en soymilk and tofu
föstudagur - flöskudagur
Kominn flöskudagur eina ferðina enn, voru 2 föstudagar í þessari viku? maður bara spyr sig....ótrúlegt hvað tíminn líður!Flöskudagur já, spurning hvort það ætti að rölta út í búð og kaupa hvítvín eða bjór eða rauðvín? Veit ekki, veit ekki...er miklu meira þyrst í vatn en áfengi, svona satt best að segja. Hugsa það sé betra að pota þessum blessuðu skýrslum eitthvað áfram meðan bókasafnið er opið heldur en að týna sér í spekúleringum um bjór og eða vín...Spái bara í þessu víndæmi eftir, áfengisbúðin er nefnilega opin til 11 á kvöldin ;o) smáa letrið:~hvernig ætli það sé að heita Helgi Dagur? ~~eru laugardagar og sunnudagar helgidagar (dagar um helgi)? ~
Tim Tam
er vörumerki af súkkulaðikexisúkkulaðikexi sem mér finnst hriiiiikalega gott2 stökkir súkkulaðibotnar, súkkulaðikrem á milli og allur pakkinn hjúpaður súkkulaði. einhvers staðar var því haldið fram að þetta tjéða súkkulaðikex væri vinsælasta kex Ástrala, það er allavega alveg á tæru að þetta er uppáhaldssúkkulaðikexið mitt :o)uppháhaldssúkkulaðikexið og kókómjólk....ó mæstytt útgáfa: súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði, nammigott
útlitið er krullað
Fór aðeins út úr borginni um helgina. Um 40 manns, mjög gaman og virkilega vel heppnaður dagur. Vorum td. aðeins úti að ganga í rigningu. Afleiðing himnesku bleytunnar: hárið mitt varð eins fríkað og það hefur nokkru sinni orðið, aukið að rúmmáli og krullað í allar áttir...En það var frábært að vera úti í sveit, í ferska loftinu og rigningunni :o) Í gær var útlitið með glæsilegasta móti, krullað hár í Einstein-stíl og tvenn gleraugu á nebbanum.

mortgage brokers Counter