jólin
Já, það voru jólin hjá mér í dag - ég fékk pakka :o)
Pakkagreyið hefur verið á góðu ferðalagi síðustu tvo mánuðina, farið frá Íslandi og alla leiðina hingað til Melbourne í Ástralíu. Leiðin var hvorki bein né greið.....
......pakkinn kíkti við í Danmörku og þvældist líklega eitthvað um í alpalandinu Austurríki (Australia er nefnilega soldið líkt Austria). Að lokum fannst þó rétt leið. Ferðalagið hafði greinilega tekið aðeins á, pakkinn var vel beyglaður og rifinn. En það er allt í lagi, hann komst til mín :o)
Ein stelpa labbaði brosandi út að eyrum út af pósthúsinu, með pakkann sinn í fanginu. Ánægja og gleði. Það voru sko jólin hjá mér í dag, í lok maí.
Pakkagreyið hefur verið á góðu ferðalagi síðustu tvo mánuðina, farið frá Íslandi og alla leiðina hingað til Melbourne í Ástralíu. Leiðin var hvorki bein né greið.....
......pakkinn kíkti við í Danmörku og þvældist líklega eitthvað um í alpalandinu Austurríki (Australia er nefnilega soldið líkt Austria). Að lokum fannst þó rétt leið. Ferðalagið hafði greinilega tekið aðeins á, pakkinn var vel beyglaður og rifinn. En það er allt í lagi, hann komst til mín :o)
Ein stelpa labbaði brosandi út að eyrum út af pósthúsinu, með pakkann sinn í fanginu. Ánægja og gleði. Það voru sko jólin hjá mér í dag, í lok maí.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home