May 10, 2006

microsleep

Fyrirlesarinn talar og talar, svo sem allt í lagi með það. Á einhverjum tímapunkti hrekkur þú við, bíddu bíddu, komin ný glæra, hvað sagði fyrirlesarinn í tengslum við þá síðustu??

Á þessum tíma voru augun opin, en það var slökkt á athyglinni.
Orðin komu og orðin fóru, voru eiginlega bara eitthvað bakgrunns skvaldur - eins og lág, róandi tónlist.

Þar til maður hrekkur við og er eitthvað hálf týndur, hvað er fyrirlesarinn eiginlega að tala um núna....

Heilinn hvíldi sig í 30-40 sekúndur.
Þetta fyrirbæri er víst kallað microsleep (örsvefn?) og gerist á ca 20/30 mínútna fresti. Í þriggja klukkustunda fyrirlestri, er því nokkuð ljóst að sama manneskjan mun örsofa nokkrum sinnum. Þegar hlustendurnir eru nokkrir tugir nemenda er ennfremur ljóst að á tilteknum tímapunkti eru nokkrir nemendur örsofandi. Og það er til dæmis ástæða þess að fyrirlesarar ættu að endurtaka mikilvæg atriði tvisvar til þrisvar sinnum - þannig að allir hlustendur nái þessu mikilvæga atriði.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hmmm var þetta fróðleiksmoli dagsins, híhi kveðja heiðdís

1:23 PM  
Blogger Katrin said...

hehe :o)

12:24 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter