August 2, 2008

Fólkið með fánann - tónleikar Sigur Rós í Melbourne

Sigur Rós var með tónleika hér í Melbourne í gær.
Og
meðal áhorfenda í salnum voru fimm Íslendingar og félagar þeirra :o)

Vorum komin frekar snemma á tónleikana. Litla fólkið (ég) vildi nefnilega vera framarlega til að sjá nú eitthvað af fólkinu á sviðinu.

Það sem tók við var...
miiiikið fín tónlist
flott og töff listræn umgjörð
...og við með íslenska fánann.

Það að vera á tónleikum með Sigur Rós og sveifla íslenska fánanum í takt við tónlistina, var sérstök tilfinning.
Þarna vorum við, fimm Íslendingar, svo órafjarri Íslandi - landinu okkar
Að hlusta og horfa á Sigur Rós - samlanda okkar
Að hlusta á einstaka orð á íslensku - tungumálinu okkar
Að sveifla íslenska fánanum - fánanum okkar

Og þjóðarstoltið blossaði sem aldrei fyrr.

Í mannhafinu vorum við fimm eins og Ísland í Atlantshafinu; fámenn og stolt.

Hljómsveitin virtist hafa tekið eftir litla fánanum okkar; fengum sérstakt klapp frá Jónsa í lok tónleikanna :o)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Er þetta ný heimasíða Íslenska Þjóðarstoltaflokksins.....

Muna samt vera alltaf meiri Reykvíkingur en Íslendingur ekki veitir af þegar konan býr með manni frá öðru bæjarfélagi.... Muna Reykvíkingur!

kv Svenni

10:25 PM  
Blogger Katrin said...

hehe, Íslenski Þjóðarstoltaflokkurinn :D

8:57 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter