April 14, 2008

Nágranni að flytja

Íbúi í húsinu er að fara flytja.
Viðkomandi ákvað að smella upp auglýsingu og freista þess að selja eigur sínar, þessar fáu og verðlitlu sem þessi einstaklingur hafði safnað að sér. Meðal þess sem var að finna á “til sölu” listanum, var:
eitt box af tannþráði, $1
tvær teskeiðar, $2
2 súkkulaðistykki, verð óuppgefið

Reyndar spurning hvort þarna hafi verið um að ræða alla 50 metrana af tannþráði sem upprunalega voru til staðar eða ekki.
Teskeiðarnar gætu verið inni í myndinni, verst að okkur vantar bara eina.
Súkkulaðistykkin voru freistandi, en hver selur súkkulaðið sitt?? Skyldi það hafa verið orðið útrunnið? Held það se líklegasta skýringin.

Svo var þessi sami aðili líka að reyna selja símann sinn.

Efast um að við Jón verslum eitthvað hjá nágrannanum, en okkur fannst þessi auglýsing alveg bráðfyndin! :D

4 Comments:

Blogger CLICNOTICIASAMAZONIA said...

This comment has been removed by a blog administrator.

12:18 AM  
Blogger Unknown said...

Hahahaha, það er greinilega verið að losa sig við allar birgðir :) ekki flytur maður úr íbúðinni með tannþráð og súkkulaði haha
kv,
Audrey

7:50 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég myndi sko pottþétt ekki selja súkkulaðistykkið nema það væri kannski útrunnið ;o)

2:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

muhhhahahaha þetta er bara snilld!

Veistu hvernig honum hefur gengið að selja??

Annars er ég búin að finna bloggið þitt aftur ... mitt blogg er nefninlega "týnt" með öllum linkunum mínum líka ;/

11:01 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter