May 31, 2006

svefninn

Var í sporvagn um daginn. Getur orðið svolítið þungt loftið inni í þeim, ´takturinn´ í sporvagninum líka einstaklega svæfandi. Áður en ég vissi af, var ókunnugi strákurinn við hliðina á mér bara farinn að kúra á öxlinni minni. Jahá...Sporvagninn bremsaði smá harkalega, gæinn hrökk við og vaknaði.

Og það eru fleiri þreyttir. Heyrði af nemanda sem SOFNAÐI í lokaprófinu.....ekki lukkulegt það....kennarinn bað okkur svo í lengstu lög að sofa á nóttunni, en ekki í lokaprófinu eins og þessi tiltekni nemandi.

Núna sit ég fyrir framan tölvu í litlu og þægilegu tölvuveri. Frekar hlýtt hérna inni, bjart, notalegt. Hljóðlátt, heyrist bara pikkið í fingrunum sem leika um lyklaborðin. Hljóðlátt, tjahh...fyrir utan strákinn sem HRÝTUR hérna við hliðina. Greyið, hann hefur greinilega verið orðinn doldið sybbinn!

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Muna að sofa samt nóg í prófunum o g lesa ekki of lengi það skilar sér.

kveðja
Svenni

11:26 PM  
Blogger Katrin said...

amm :o)

1:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

ég sofnaði einu sinni í strætó í danmörku á frekar ókunnugum stað, og það var ótrúlegt að ég vaknaði á réttu augnabliki til að sjá hér um bil eina kennileitið sem sagði mér að koma mér út! undirmeðvitundin?? magnað...

en eins og þú veist er ég með on-off rofa og þegar hann skellur á "off" þá GET ég ekki annað en sofnað og þegar hann er kominn á "on" þá ER ég vöknuð :)

7:53 AM  
Blogger Katrin said...

jahá, alveg ótrúlegt að vakna aaaaakkurat á þessum eina stað! bara sem betur fer :o)

12:24 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter