verkefni, skýrsla....
Tveggja tíma svefn síðusta sunnudag, held ég sé ennþá að ná mér (hef þurft 10-12 klukkutíma svefn undanfarna mánuði). Hraður hjartsláttur, svimi, matarlystin horfin og litlir verkir á víð og dreif í kroppnum var afraksturinn. Ekki sniðugt. Er þetta ég í speglinum? Nei, þetta er draugurinn af mér.
Ritgerð.
Verkefni, verkefni, fleiri verkefni.
Skýrslur og skýrslur og enn fleiri skýrslur.
Og sumt með skilafrest eftir 3-4 daga, yndislegt.
Þarna inn á milli einhvers staðar kemur eitt próf, svona sem smá tilbreyting.
Svo koma blessuð prófin...blessuð prófin já.
Á fimmtudaginn gleymdi ég mér yfir verkefni. Í dag mundi ég ekki alveg hvar aðgangskortið mitt gilti. Öryggisvörðurinn glotti og sagði að með þessu áframhaldi yrði ég nokkuð örugglega prófessor við þennan skóla. En hva, er það skrítið að maður gleymi svona smáatriðum þessa dagana, ha? :o)
Þakka bara fyrir að muna að borga húsaleiguna, klæða mig og fara í skó áður en ég fer út og skilja tannburstann eftir inni á baði en ekki fara með hann í hendinni í skólann... :o)
Farin heim að borða, í ísskápnum mínum er kjúklingabringa á svamli í girnilegri marineringu.
Ritgerð.
Verkefni, verkefni, fleiri verkefni.
Skýrslur og skýrslur og enn fleiri skýrslur.
Og sumt með skilafrest eftir 3-4 daga, yndislegt.
Þarna inn á milli einhvers staðar kemur eitt próf, svona sem smá tilbreyting.
Svo koma blessuð prófin...blessuð prófin já.
Á fimmtudaginn gleymdi ég mér yfir verkefni. Í dag mundi ég ekki alveg hvar aðgangskortið mitt gilti. Öryggisvörðurinn glotti og sagði að með þessu áframhaldi yrði ég nokkuð örugglega prófessor við þennan skóla. En hva, er það skrítið að maður gleymi svona smáatriðum þessa dagana, ha? :o)
Þakka bara fyrir að muna að borga húsaleiguna, klæða mig og fara í skó áður en ég fer út og skilja tannburstann eftir inni á baði en ekki fara með hann í hendinni í skólann... :o)
Farin heim að borða, í ísskápnum mínum er kjúklingabringa á svamli í girnilegri marineringu.
3 Comments:
Greinilega mikið að gera hjá þér þessa dagana Katrín ;o) Gangi þér vel. Bestu kveðjur
takki takk :o)
Æ Katrín mín, viltu fara vel með þig.
Knús H og komin aftur til eyjunnar í norðri ... og finnst það ekkert gaman!
Post a Comment
<< Home