April 28, 2006

no worries

svona venjulega hef ég skilið no worries sem engar áhyggjur eða ekki tapa taugunum yfir þessu

en ég held að þessi orðasamsetning hafi smá öðruvísi merkingu hér í Ástralíunni, allavega í Melbourne

dæmi: maður fer í búð og finnur eitthvað sem hann vill kaupa. svo er borgað fyrir herlegheitin og viðskiptavinurinn segir kannski thank you.

og hvað segir þá sölumaðurinn?

-no worries

jahá...

April 26, 2006

vinstri? hægri? vinstri? eehhh.....

Það er vinstri umferð í Ástralíu!

Á síðasta ári ferðuðust tvær stelpur kringum heiminn, og voru endalaust að þvælast á milli hægri og vinstri umferðar (sums staðar var blanda af þessu í gangi, algjört caos). Ruglaði mig greinilega alveg, er aldrei alveg viss úr hvaða átt bílarnir koma! Í Ástralíu er vinstri umferð, en ég lít bara í allar áttir.....svona til að vera alveg viss......þetta er nú samt að koma, hægt og rólega.....
Ójá, það er sko stórfínt að hafa umferðarskilti eins og þetta :o)

April 24, 2006

hvað áttu marga hrísgrjónagufusjóðara?

-eehhh......?

og svipurinn á mér er örugglega ferlega álkulegur

hin stelpan á víst tvö stykki, stóra græju og líka minni týpu

jahá...en hvað með þig, hversu marga hrísgrjónagufusjóðara átt þú?

April 22, 2006

sviðsmaður / módelstjórnandi

Stelpan var sviðsmaður í gær, takk fyrir - vinna með pro stage manager.

Rosa gaman, græja svið og alls konar í kringum það (finna sviðsbútana, færa þá á milli húsa, setja sviðið saman, smella límbandi á heila dótið, líma ljósarafmagnssnúrur á gólfið, skrúfa saman smá sviðsmynd, athuga hitt og þetta).

Á meðan við unnum að sviðinu, var ljósafólkið að græja þessa 40+ ljóskastara og alla kílómetrana af rafmagnsvírum í kringum það, hljóðfólkið að græja sándið og týna sér í tökkunum, sellóleikarinn að tékka línuna sína og heilla viðstadda með ómótstæðilegum tónum, módelin (nemendur í RMIT, ekki pro fyrirsætur) að tapa taugunum yfir dressinu, hárinu og meik-öppinu.

Sviðið til, stelpan skiptir um hlutverk og fer í módelstjórnun, atburðurinn fer að bresta á. Seint fólk, taugatitringur, spurningar, stress, hasar, finna týnt módel, koma fyrsta hópnum í meik-öpp núna, svo þessi hópur á eftir, þriðji hópurinn að bíða á öðrum stað....

Fullt af fólki, nóg að gera - rosa gaman :o)

-um þúsund manns mættu, stúdentar, venjulegt fólk, fréttamenn og ljósmyndarar og atburðurinn tókst svona líka ljómandi vel-

April 20, 2006

haust að vori

Sumardagurinn fyrsti kominn á Íslandi - veturinn á leiðinni í sunnanverðri Ástralíu.

Haustið í fullum skrúða, laufblöðin græn, gul, rauð og brún. Rok, rigning af og til - greinilega haust. Prjónaðar flíkur og þykkar peysur komnar í búðargluggana. Stuttbuxur á útsölu. Fólk í úlpum og jökkum með trefla, vettlinga og húfur áberandi í borgarumferðinni.

Mér finnst ferlega öðruvísi, fyndið og skrítið að upplifa haust í apríl.
Þetta er eitthvað soldið öfugt.

April 18, 2006

símahrellir

Hálfsofandi, en kominn tími til að skríða á fætur

Með lokuð augun teygi ég mig eftir gsm símanum, best að kveikja á honum (hef oftast slökkt á honum á nóttunni). Þarf að stimpla inn fjögurra stafa PIN númer og svo er síminn virkur.

Hálfblindandi renna fingurnir yfir takkana, hef gert þetta svo oft áður, get gert þetta hálfsofandi......X-X-X-X.....bíííííp og á skjánum stendur "rangt lykilorð"

Æ, best að reyna aftur.....X-X-X-X.....bíííííp og aftur stendur á skjánum "rangt lykilorð"

Hvaða vesen, prófa bara aftur og horfi nú vandlega með báðum augum á hvað ég er að gera.....X-X-X-X.....bíííííp "rangt lykilorð" og svo SIM KORT LÆST

HA??!! og glaðvakna á einu andartaki. Hoppa fram úr rúminu og finn PUK númerið (það ætti að virkja SIM kortið á ný). Jújú, PUK númer græjaði málið.

-Þetta var fyrir nokkrum mánuðum-

Lenti aftur í mjög svipuðu tilviki núna á föstudaginn langa. Var hálfsofandi að eiga eitthvað við símann. PUK númerið á Íslandi, stelpan samskiptalaus alla páskana.....en þetta er allt saman komið í lag núna.

Ályktun: Katrín Ásta á bara sleppa því að eiga við gsm síma hálfsofandi :o)

April 13, 2006

páskafrí

Jebb, formlega komið páskafrí.
Tengi páskafrí við próflestur og smá prófstress, enda styttist í prófin á Íslandi. En hérna hinum megin á hnettinum eru hlutirnir eilítið öðruvísi.....páskafrí, kennt restina af apríl og allan maí, próf 5.-23. júní.

Reyndar er alveg nóg að gera.....
Páska"fríið" lítur einhvern veginn svona út:
-klára skýrslur
-lesa skólabækur
-klára verkefni
-byrja á ritgerðum
-lesa skólabækur

Og einhvers staðar þarna á milli er súkkulaðistund :o)

GLEÐILEGT PÁSKA(eggja)FRÍ

April 11, 2006

reykingar i lestar- og sporvagnabiðskýlum....

....eru lagabrot, allavega í Melbourne.

Ójá, ekkert plat hér á ferðinni!

Fyrir stuttu tók Melbourne það skref að úthýsa reykingafólki í lestar- og sporvagnabiðskýlum.
Ekki leið á löngu þar til ævareiðir reykingamenn æstu sig i blöðunum: "hvurs lags a það eiginlega að þýða að sekta mann fyrir að reykja í sporvagnabiðskýli!!"

-amm, það kostar nefnilega rúmar 5000 íslenskar krónur fyrir reykjastrompinn að vera 'nappaður í skýlinu'

April 8, 2006

klukki klukk

Fékk smá áskorun fyrir nokkru....

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina
Matvælafræðingur, vaktstjóri, pósturinn Páll (ég heiti reyndar Katrín...hehe), garðyrkja....eru svona nokkur dæmi af starfsreynslunni

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur
Hef lítið gaman af því að sjá sömu myndina aftur og aftur, en....
Philadelphia með Tom Hanks er möguleg undantekning

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla
Ehhh....alveg dottin út úr þessu sjónvarps dæmi

4 staðir sem ég hef búið á
Vesturbær og Grafarvogur á Íslandi, Tékkland og Ástralía

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Kaupmannahöfn, Namibía, Indland og Bandaríkin.....bara nokkur dæmi

4 síður sem ég skoða daglega
RMIT, blogg kærastans og The Australian (dagblað)

4 matarkyns sem ég held uppá
Slátur (lifrarpylsa og kartöflur eru í fyrsta sætinu, í öðru sætinu er hrikalega góð blóðmör með jafning og soðnum gulrótum, rófum og kartöflum eins og Stína gerir, hef verið svo heppin að detta stundum í mat hjá Óla og Stínu þegar það er slátur þar.....mmmmm...)

Hrísgrjónagrautur með fullt af rúsínum, gerður úr nýmjólk og hnausþykkur, nammi namm :o)

Ýsa eða þorskur steikt í raspi eða bara soðin með soðnum kartöflum

Súkkulaðikaka, massíf súkkulaðikaka, td frönsk súkkulaðikaka með kannski pínu pínu pons af þeyttum rjóma...ó mæ, gleymi alveg stund og stað þegar svoleiðis nammigott er í boði

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna
Kúra í fanginu hjá einum strák :o)

April 6, 2006

Klakakuldi

Það er kvöld, bíð eftir sporvagn.

Svolítill blástur úti, fyrr en varir verða fingraneglurnar bláar, sýg upp í nefið, skelf úr kulda.

10 gráður verða ansi kaldar með íííísköldum suðurskautsvindinum. Djö er þetta kalt! Langerma bolur og flíspeysa duga engan veginn.

Klakakuldi (=Íslandskuldi) í Melbourne.

Hugsa að vettlingar og trefill bætist bráðlega í fataskápinn :o)
Verð kannski bara bráðum eins og Indverjarnir, röltandi um í þykkri úlpu, með húfu, rosa trefil og vettlinga í tíu gráðunum ;o)

April 5, 2006

hamborgarakóngurinn

Hungry Jack´s

Burger King

Er þetta tvennt eitthvað svipað??

Tjahh, allavega ekki í mínum eyrum....
Í Ástralíunni heitir Burger King ekki Burger King, heldur eitthvað allt annað....Hungry Jack´s

Jahá

April 4, 2006

mislesningar

Soldið skrítið þegar upplýsingar sem áttu að vera um örverur í matvælum eru allt í einu farnar að snúast um eitthvað annað....

kynlíf - orgasm þetta - orgasm hitt

organism var þetta víst - hva, munar bara ni :o)

April 3, 2006

Mánudagur

Mánudagur.

Og það þýðir bara eitt, öskur í eyrun, vel valin orð og fleira í þeim dúrnum.

´Hvað er að ykkur?´

´Getið þið ekki lesið?´ ´skiluru þetta ekki,sérðu ekki hvað stendur hér?´

´Af hverju eruð þið ekki búin að þessu?!!´
við erum ekki búin að þessu og þessu, því kartöflurnar eru ennþá í vatninu, svo mælum við þær, við erum að flýta okkur en kartöflurnar þurfa að vera 5 mínútur í vatninu, það stendur allavega í verklýsingunni - jújú, og fraukan labbar í burtu, gargandi á hinn hópinn.....


´Þú, gerðu þetta - NÚNA!'

´ÉG SAGÐI NÚNA, NÚÚÚÚÚNA!´

´FLÝTA SÉR!!´

´Skiluru mig ekki, ég sagði GERÐU ÞETTA NÚNA!´ ´Af hverju eruð þið ekki búin að þessu!´
af því þú sagðir okkur að gera hitt fyrst... :S

´Þið, komið hingað - NÚNA´
En, ef við förum frá mjólkinni þá brennur hún við.
´Skiptir ekki máli, KOMA HINGAÐ NÚNA´
smá seinna glymur um vinnslusalinn
´AF HVERJU ER MJÓLKIN BRUNNIN VIÐ?!!´
eeehhh....þú sagðir okkur að koma.
´Flýttu þér, byrjaðu aftur, lagaðu þetta, FLÝTTU ÞÉR! - hinn hópurinn er löngu búinn, svona ÁFRAM!!´

´Hvað er eiginlega að ykkur?´

´Nei, ég get EKKI aðstoðað, þetta er YKKAR vandamál!´

Öskrað á fullu afli í eyrun. 5 klukkustundir.

Hljómar kannski saklaust, en verður yfirþyrmandi eftir 1, 2, 3 tíma. Hugurinn og taugakerfið að springa.

andlegur stuðningur - anyone?

*ég reyndar svara fraukunni þegar hún segir eitthvað óviðeigandi, mér finnst að fólk eigi ekki að komast upp með að skamma með öskrum og látum fyrir eitthvað sem enginn gat að gert - það er að berja á nemandanum í staðinn fyrir að laga bilaða tækið. ég er líka ákveðin og læt ekki valta svona yfir mig.
mortgage brokers
mortgage brokers Counter