sviðsmaður / módelstjórnandi
Stelpan var sviðsmaður í gær, takk fyrir - vinna með pro stage manager.
Rosa gaman, græja svið og alls konar í kringum það (finna sviðsbútana, færa þá á milli húsa, setja sviðið saman, smella límbandi á heila dótið, líma ljósarafmagnssnúrur á gólfið, skrúfa saman smá sviðsmynd, athuga hitt og þetta).
Á meðan við unnum að sviðinu, var ljósafólkið að græja þessa 40+ ljóskastara og alla kílómetrana af rafmagnsvírum í kringum það, hljóðfólkið að græja sándið og týna sér í tökkunum, sellóleikarinn að tékka línuna sína og heilla viðstadda með ómótstæðilegum tónum, módelin (nemendur í RMIT, ekki pro fyrirsætur) að tapa taugunum yfir dressinu, hárinu og meik-öppinu.
Sviðið til, stelpan skiptir um hlutverk og fer í módelstjórnun, atburðurinn fer að bresta á. Seint fólk, taugatitringur, spurningar, stress, hasar, finna týnt módel, koma fyrsta hópnum í meik-öpp núna, svo þessi hópur á eftir, þriðji hópurinn að bíða á öðrum stað....
Fullt af fólki, nóg að gera - rosa gaman :o)
-um þúsund manns mættu, stúdentar, venjulegt fólk, fréttamenn og ljósmyndarar og atburðurinn tókst svona líka ljómandi vel-
Rosa gaman, græja svið og alls konar í kringum það (finna sviðsbútana, færa þá á milli húsa, setja sviðið saman, smella límbandi á heila dótið, líma ljósarafmagnssnúrur á gólfið, skrúfa saman smá sviðsmynd, athuga hitt og þetta).
Á meðan við unnum að sviðinu, var ljósafólkið að græja þessa 40+ ljóskastara og alla kílómetrana af rafmagnsvírum í kringum það, hljóðfólkið að græja sándið og týna sér í tökkunum, sellóleikarinn að tékka línuna sína og heilla viðstadda með ómótstæðilegum tónum, módelin (nemendur í RMIT, ekki pro fyrirsætur) að tapa taugunum yfir dressinu, hárinu og meik-öppinu.
Sviðið til, stelpan skiptir um hlutverk og fer í módelstjórnun, atburðurinn fer að bresta á. Seint fólk, taugatitringur, spurningar, stress, hasar, finna týnt módel, koma fyrsta hópnum í meik-öpp núna, svo þessi hópur á eftir, þriðji hópurinn að bíða á öðrum stað....
Fullt af fólki, nóg að gera - rosa gaman :o)
-um þúsund manns mættu, stúdentar, venjulegt fólk, fréttamenn og ljósmyndarar og atburðurinn tókst svona líka ljómandi vel-
4 Comments:
Og ég hélt þú værir í matvælafræði?
kveðja
Svenni
Hehe, maður verður nú að gera eitthvað annað en týna sér endalaust í matvælafræðitilraunum og matvælafræðibókum :o)
Listafélagið í skólanum stóð fyrir þessum viðburði, þannig þetta er nú skólatengt þó matvælafræði komi hvergi nærri þessu.
Nú, þegar maður er í leiðtogaþjálfunarprógrammi, eins og ég var svo svaka heppin að komast í :o) þá er um að gera að vera sjálfboðaliði, nýta gullið tækifæri til að kynnast verkefnastjórnun, kynnast einhverju nýju, vera hluti af skemmtilegu verkefni, bera smá ábyrgð, þroska hæfileikana sína, stjórna hóp.
Og líka hitta fullt af fólki og hafa rosa gaman :o)
lærirðu eitthvað um flugvélar í þessu?
kv Svenni
hehe....aldrei að vita, gæti alveg gerst :o)
Post a Comment
<< Home