April 8, 2006

klukki klukk

Fékk smá áskorun fyrir nokkru....

4 vinnur sem ég hef unnið um ævina
Matvælafræðingur, vaktstjóri, pósturinn Páll (ég heiti reyndar Katrín...hehe), garðyrkja....eru svona nokkur dæmi af starfsreynslunni

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur
Hef lítið gaman af því að sjá sömu myndina aftur og aftur, en....
Philadelphia með Tom Hanks er möguleg undantekning

4 sjónvarpsþættir sem ég fíla
Ehhh....alveg dottin út úr þessu sjónvarps dæmi

4 staðir sem ég hef búið á
Vesturbær og Grafarvogur á Íslandi, Tékkland og Ástralía

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum
Kaupmannahöfn, Namibía, Indland og Bandaríkin.....bara nokkur dæmi

4 síður sem ég skoða daglega
RMIT, blogg kærastans og The Australian (dagblað)

4 matarkyns sem ég held uppá
Slátur (lifrarpylsa og kartöflur eru í fyrsta sætinu, í öðru sætinu er hrikalega góð blóðmör með jafning og soðnum gulrótum, rófum og kartöflum eins og Stína gerir, hef verið svo heppin að detta stundum í mat hjá Óla og Stínu þegar það er slátur þar.....mmmmm...)

Hrísgrjónagrautur með fullt af rúsínum, gerður úr nýmjólk og hnausþykkur, nammi namm :o)

Ýsa eða þorskur steikt í raspi eða bara soðin með soðnum kartöflum

Súkkulaðikaka, massíf súkkulaðikaka, td frönsk súkkulaðikaka með kannski pínu pínu pons af þeyttum rjóma...ó mæ, gleymi alveg stund og stað þegar svoleiðis nammigott er í boði

4 staðir sem ég vildi helst vera á núna
Kúra í fanginu hjá einum strák :o)

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

vá ég var búnað gleyma að þú værir að fara til ástralíu þessa önn, eða varst ekki búnað fá svar síðast þegar ég heyrði frá þér, frábært! Þetta er örugglega svaka ævintýri, en hvað finnst gæjanum um að hafa þig svona langt í burtistan? hafðu það gott
kv
heiðdís.dk

10:13 AM  
Blogger Rannveig Magnúsdóttir said...

Gvuð hvað mér var KALT þegar ég var í Melbourne yfir veturinn (júní-ágúst)... mér hefur ALDREI verið jafn kalt á ævinni. Þessi raki kuldi smýgur inn að beini. En svo er allt grænt og fallegt og blóm útum allt, mjög súrrealískt :)

7:30 PM  
Blogger Katrin said...

jubb, rosa aevintyri og mjog mjog gaman ad vera i Melbourne, vera i Astraliu, flytja ad heiman, vera algjorlega sjalfstaed - frabaert :o)

reyndar ekki alveg jafn gaman ad hafa halfan hnottin a milli min og gaejans...en tad er bara ekki haegt ad velta ser endalaust upp ur tvi. um ad gera njota tilverunnar, og fyrr en varir er kominn 23. juni :o) grunar ad einn strakur og ein stelpa verdi voda sael og anaegd tann dag, amm, ta kemur Jon i heimsokn :D

6:09 AM  
Blogger Katrin said...

hehe...eg hlakka til ad upplifa surrealiskan veturinn :o)

reyndar buin ad fa sma synishorn af Melbourne-kulda, og jaha, tetta er sko HRIKALEGA KALT

6:13 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter