April 18, 2006

símahrellir

Hálfsofandi, en kominn tími til að skríða á fætur

Með lokuð augun teygi ég mig eftir gsm símanum, best að kveikja á honum (hef oftast slökkt á honum á nóttunni). Þarf að stimpla inn fjögurra stafa PIN númer og svo er síminn virkur.

Hálfblindandi renna fingurnir yfir takkana, hef gert þetta svo oft áður, get gert þetta hálfsofandi......X-X-X-X.....bíííííp og á skjánum stendur "rangt lykilorð"

Æ, best að reyna aftur.....X-X-X-X.....bíííííp og aftur stendur á skjánum "rangt lykilorð"

Hvaða vesen, prófa bara aftur og horfi nú vandlega með báðum augum á hvað ég er að gera.....X-X-X-X.....bíííííp "rangt lykilorð" og svo SIM KORT LÆST

HA??!! og glaðvakna á einu andartaki. Hoppa fram úr rúminu og finn PUK númerið (það ætti að virkja SIM kortið á ný). Jújú, PUK númer græjaði málið.

-Þetta var fyrir nokkrum mánuðum-

Lenti aftur í mjög svipuðu tilviki núna á föstudaginn langa. Var hálfsofandi að eiga eitthvað við símann. PUK númerið á Íslandi, stelpan samskiptalaus alla páskana.....en þetta er allt saman komið í lag núna.

Ályktun: Katrín Ásta á bara sleppa því að eiga við gsm síma hálfsofandi :o)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Thad thidir ekkert ad vera ad standa i svona PUKri.

kvedja
Svenni

9:29 PM  
Blogger Katrin said...

hahaha :D

6:12 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter