April 20, 2006

haust að vori

Sumardagurinn fyrsti kominn á Íslandi - veturinn á leiðinni í sunnanverðri Ástralíu.

Haustið í fullum skrúða, laufblöðin græn, gul, rauð og brún. Rok, rigning af og til - greinilega haust. Prjónaðar flíkur og þykkar peysur komnar í búðargluggana. Stuttbuxur á útsölu. Fólk í úlpum og jökkum með trefla, vettlinga og húfur áberandi í borgarumferðinni.

Mér finnst ferlega öðruvísi, fyndið og skrítið að upplifa haust í apríl.
Þetta er eitthvað soldið öfugt.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

já frekar fyndið. Hvernig er þá sumar/haust tískan, er tískan hálfu ári á undan eða á eftir?
kv heiðdís

10:06 AM  
Blogger Katrin said...

Eeehhh...það er spurning....stígvél af öllum gerðum eru reyndar út um allt!

Annars virðist alls konar tíska vera í gangi hérna í Melbourne :o)

4:54 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter