March 31, 2006

puyu fruit

ha?

-appelsínugulur ávöxtur
-á stærð við stóra, svolítið sporöskjulaga mandarínu
-skinnið er slétt og í harðara lagi
-áferðin á kjötinu minnir á ferskju eða apríkósu

jahá...

og það skrítnasta: bragðið er blanda af apríkósu og kanil, furðulega gott.

Lofaði puyu ávexti (líka þekkt undir nafninu Persimmon) að þroskast örlítið í ísskápnum. Hvernig skyldi þessi sérkennilega bragðblanda af apríkósu og kanil breytast við að ávöxturinn þroskaðist meira, verður apríkósan yfirgnæfandi eða kanillinn? Giskaði á meira apríkósubragð, því ávextir hafa tilhneigingu til að verða sætari eftir því sem þeir þroskast (sykur/sýru hlutfallið hækkar).

Neibb, bragðið varð yfirgnæfandi kanill.

Mikið kanilbragð, örlítið apríkósubragð og þétt, vökvamikið ávaxtakjöt - skorar hátt á ullabjakk skalanum mínum! En minna þroskaður var ávöxturinn bara furðulega góður :o)

March 29, 2006

matarbúðarferð

Eftir tímann hjá háværu dömunni um daginn, var ég andlega og líkamlega um það bil búin á því.
Ísskápurinn heima var hálftómur. Ok, ok, verð að fara í matarbúð þó ég sé þreytt, þreytt, þreytt.

Týni smá í körfu, borga og fer úr búðinni.
Rölti smá spotta áleiðis á sporvagnsstoppistöð.

Allt í einu stoppar mín.
Bíddu, bíddu......ég var í matarbúð, hvar er pokinn??

Eeeehhhhmmmm, jújú, jájá.....pokinn gleymdist í búðinni :o)

Labba glottandi til baka í búðina, soldið neyðarlegt. Jújú, afgreiðslumaður hafði vandlega gætt einmana poka.

Næsti miði fyrir búðarferð verður einhvern veginn svona:
-jógúrt
-kjöt
-ávextir
-MUNA AÐ TAKA POKANN MEÐ ÚR BÚÐINNI!

March 27, 2006

því sem næst heyrnarlaus

Verklegt, 5 klukkustundir

Heragi og öskur í 5 klukkustundir

Og ég meina ROSALEGUR agi og ÖSKUR Á VIÐ LJÓN í 5 klukkustundir

Katrín Ásta er því sem næst heyrnarlaus og búin á því

-ætli leiðbeinandinn sé ekki orðin raddlaus?

March 24, 2006

bækur, ekki skólabækur

Hef undanfarið gluggað í æviágrip Richard Branson og Nelson Mandela, um að gera vera soldið alþjóðleg í bókavali í þessu fjölmenningarsamfélagi hérna í Melbourne :o)

Ansi athyglisverð sagan sem þessir menn segja.

Næst á ´want to read´ listanum er eitthvað um frumbyggja Ástralíu. Svo eitthvað um Indland, Asíu og Suður-Ameríku og svo .... og svo..... og svo.... :o)

March 21, 2006

hvar er Vanuatu?

amm, hvar er Vanuatu?

en Tonga, Tuvalu og Palau??

hvað með Nýju-Kaledóníu (New Caledonia) og Solomonseyjar?

þessar eyjar eru álíka framandi fyrir mér og eyjan Ísland er fyrir sumu fólki.

"ertu frá Íslandi?!" og svipurinn er blanda af undrun og spurn. Hvar í veröldinni ætli Ísland sé? Tiltölulega fáir sem eitthvað vita um litlu eyjuna þarna nyrst í Atlantshafinu. Skil það vel, Ísland er ekki alveg miðja heimsins :o)

Ég hef ekki hugmynd um hvar Vanuatu, Tonga, Tuvalu og Palau eru nákvæmlega, einhvers staðar í Kyrrahafinu. Svipurinn minn er blanda af undrun og spurn, "ertu frá Vanuatu?!"

forvitnir geta kikkað á
http://en.wikipedia.org/wiki/Pacific_Islands

-en veist þú hvar Macau er?

March 17, 2006

indverskur

Lyktin af indverskum mat fyllir vitin, mmmm......
Heyri ensku með smá indverskum keim.
Indversk tónlist líður um loftið....smitandi takturinn, þungt létt létt, þungt létt létt....sé alveg fyrir mér konu í indverskum punjabi fötum eða sarí.

Minningar frá Indlandi verða ljóslifandi, algjört India flash back.

Maturinn er á stálbakka með hólfum, alveg eins og á Indlandi. Í stærsta hólfinu er pönnukaka með spínati ofan á, í þremur litlum hólfum er þrenns konar sósa/mauk - hvítt, gult og rautt. Borðaði nokkrum sinnum svona mat á Indlandi.....ooohhh, var svoooo gott! (rennandi skitan sem kom í kjölfarið var hins vegar víðs fjarri því að vera góð).

Tek bita af pönnukökunni, smá af hvíta maukinu og þessu gula. Jájá, tökum smá af þessu rauða með líka. Bragða á matnum - naaaammmm!!!

Soldið vel sterkt....svíður smá í tunguna....svíður í tunguna....svíður bara nokkuð mikið í tunguna....lekur úr nefinu og augun fyllast af tárum. Ó mæ, þetta er VEL sterkt. Og ekkert vatn að drekka með, engin raita (jógúrtsósa, slekkur alveg í þessu sterka), engin mjólk að drekka (annað slökkvitæki). Bara indverkst, kryddað te, sjóðandi heitt....

Þetta sterka venst og mikið rosalega er þetta góður matur! Alveg jafn góður og á Indlandi.

Finnst ég hafi dottið til Indlands í smá tíma, tónlistin, lyktin, maturinn. Sporvagn þýtur framhjá, þetta er víst Melbourne.

Vona bara að skitan sem fylgdi indverska matnum á Indlandi komi ekki....

March 16, 2006

Gulrót

Hvað gerir maður við gulrót??

Fyrsta hugmynd: Hva, auðvitað borðar hana!

Ok, hvernig?

Önnur hugmynd: Halda á henni, bíta og tyggja.
Þriðja hygmynd: Sjóða í potti, borða með hníf og gaffli.
Fjórða hugmynd: Skera niður, nota í salat.

Nix trix.....

Rífur hana niður, notar sem álegg á samloku

Nema hvað! :o)

-finnst reyndar smá skrítið að sjá rifnar gulrætur sem álegg á samloku úti í búð og sem álegg á Subway-

March 14, 2006

ýmsar gjörðir

jæja....hvað hefur stelpan gert?

( ) reykt sígarettu, neibb, en reykt arabíska vatnspípu oftar en 1x
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin, hef verið það og er ástfangin :o)
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu, það hefur gerst. hver hefur annars ekki logið, þó það væri ekki nema smá hvít lygi?
(x) skrópað í skólanum, jújú hefur líka gerst.
( ) horft á einhvern deyja
(x) farið til Canada, eða tjahhhh....farið yfir landamærin frá USA í nokkra klukkutíma, skoða Niagara fossana og næturlífið í Kanada. Á alveg eftir að ferðast um Kanada.
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél, ÓJÁ.....
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi, SUSHI=NAAAAAMMIGOTT :o)
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði, oft og mörgum sinnum. roooosa gaman :o)
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf, bara þegar ég er alveg að farast, vil taka sem minnst af þessu annars
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna, já, vildi gjarnan vera allavega í sama landi og einn strákur....
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin. ferlega þægilegt, liggja í grænu grasi, horfa á skýin fljóta um himininn. hlusta á fuglana.
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
( ) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum, hehe.....já, fannst rosa gaman að hoppa í litla og stóra polla og fara á hjóli gegnum stóra polla. koma á smá hraða, setja fæturna út í loftið og vonast til að blotna ekki of mikið :o)
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu, ekki svo ég muni....
(x) rennt þér á sleða, amm, rosa gaman.
(x) svindlað í leik, það hefur gerst....hver hefur ekki svindlað, hver hefur ekki logið, hafa ekki flestir gert eitthvað smá misheiðarlegt?
(x) verið einmana, amm, upplifi einmanaleika sem betur fer sjaldan en það koma móment.
(x) sofnað í vinnunni/skólanum, skólanum, steinsvaf einhvern tímann inni á bókhlöðu með skólabók sem kodda. vaknaði við eigin tal upp úr svefni....
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið, oft oft oft....sólarlagið er svo fallegt, rómatískt. sígilt myndefni.
(x) fundið jarðskjálfta, nokkrum sinnum, missti reyndar af einum 6, eitthvað :o( var að hjóla heim úr vinnunni
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n, hver hefur ekki upplifað það?
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru, hef klappað geit, á hreindýrið og kengúruna eftir. klappaði slöngu um daginn....rosa stolt af sjálfri mér :o) mjög smeyk við snáka og slöngur, hef ekki þorað að snerta þessi kvikindi....fyrr en um daginn. er samt ekkert að fara gera þetta aftur, bara varð að prófa snerta svona jakkibjakki lífveru.
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) orðið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur, alveg örugglega einhvern tímann
(x) synt í sjónum, amm....en ekki á Íslandinu, á örlítið hlýrri stað
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik, ekki nýlega reyndar
( ) litað nýlega með vaxlitum
( ) sungið í karaókí, það er á "to do" listanum fyrir ferðalag til Japans
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki, alveg pottþétt
(x) hringt símahrekk, hvað gera litlir krakkar ekki?? svo ískrar í hrekkjalómunum....
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins, trúði staðfastlega á sveinka. setti bréf til hans í glugga hjá afa og ömmu, glugga sem sneri út að Esjunni. Því sveinki átti heima í Esjunni og svona myndi hann örugglega sjá bréfið mitt :o)
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta, oft sem lítil stelpa
(x) hefur einhver óska þinna ræst, já :o)
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki, eehhmmm....JÁ
( ) kysst einhvern af sama kyni
(x) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
( ) logið fyrir vini þína
(x) liðið yfir þig
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna

(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti, það hlýtur að hafa gerst einhvern tímann...

þá veistu það....ýmislegt sem stelpan hefur gert....

March 9, 2006

Lengi getur óskiljanlegt orðið ENN óskiljanlegra...

Ójá...

Fyrir stuttu var einn kennari umskriftarefni, sá er mjög hraðmæltur og auðvitað með ástralskan framburð á enskunni. Ég datt oft oft oft út, skildi ekki heilu setningarnar. Hélt þetta gæti nú ekki versnað eða orðið óskiljanlegra....en hvað gerist?

Annar kennari talar með áströlskum framburð OG talar hratt OG er smámæltur OG muldrar orðin ofan í bringuna. Hann hefði getað verið að tala kínversku mín vegna :S

Í lok tímans spurði kappinn: "ok? any questions?"
eina stelpu langaði nú mest til að segja, kæri minn, gætiru nokkuð endurtekið allt sem þú varst að segja, aðeins hægar, örlítið skýrar takk ! :oD

æi, þetta hlýtur nú að venjast, hva :o)

March 7, 2006

"ástral(en)ska"

Jáhá....

Taldi mig nú skilja ensku nokkuð vel.

En nei, ónei.....hef stundum lent í því að augun ranghvolfast, andlitið verður eitt spurningamerki, skil ekki neitt....
"afsakaðu, hvað varstu eiginlega að segja??"

Ástralir tala ensku en með áströlskum framburð. Það gerir það að verkum að sum "auðveld, venjuleg" orð verða því sem næst óskiljanleg! Bara út af framburðinum.
Í öðrum tilvikum eru orð stytt.
Svo eru líka áströlsk orð, sum þeirra eru skrifuð á örlítið framandi máta og framburðurinn er mjög framandi, dæmi um slíkt er Geelong, Warrnambool.

Nokkur dæmi, hvað í veröldinni þýða eftirfarandi orð:
-sunnies
-snags
-freebie
-newbie
-barbie
-grogg (smá hint: bring ya groggalong, sagt á svo skondinn hátt að fólk hlær!)

koma svo, endilega smella nokkrum ágiskunum :o)

March 6, 2006

fyrsta vikan í skólanum

Fyrsta vikan fór frekar rólega af stað.

*Mánudagur: Fyrsti fyrirlesturinn, kennarinn byrjaði strax að kenna og nýtti allan tímann. Verklegt í sama fagi byrjaði líka þennan dag (sami kennari). Þessi kennari er mjög kröfuharður og virkilega að ala nemendur upp, besta gerð af rússneskum eða kínverskum aga.

*Miðvikudagur: Fag nr 2. Kennarinn byrjaði strax að kenna, talaði hratt hratt hratt og ég datt oft oft oft út......ójá......kannski ekki skrítið, tíminn byrjaði kl 18:00 og átti að vera til kl 21:00. Ég var orðin smá þreytt kl 18, hefði verið löngu farin að hrjóta kl 21 (þetta fag er ekki alveg uppáhaldið). Kennslustund lokið kl 19:30 (sem betur fer). En afskaplega þægilegur kennari, hvorki uppeldi né agatilraunir á nemendum í gangi. Fínn kennari.

Í þessari viku byrjar þetta eiginlega, í dag (mánudag) var tími og verklegt. Miðvikudagurinn verður laaaaangur dagur, byrjar eldsnemma með klukkutímavist í sporvagni, tími allan daginn, klukkutímasporvagnsferð til baka inn í miðborgina. Fæ svo að hlusta á hraðmælskukeppni á ensku, með heavy duty áströlskum framburð, á tímabilinu 18-21. Fimmtudagurinn er líka kvöldskóli, 18-21.

Finnst skólinn annars alveg frábær! Til dæmis er félagslífið mjög öflugt, alls konar félög í gangi, nokkrar matsölur og kaffihús eru í skólanum. Svo er líkamsræktarstöð í skólanum, ekki amalegt :o)

Stór skóli, en upplifi mig alls ekki sem krækiber í Risaberjalandi.

March 1, 2006

Hvað missir ein manneskja mikið af hárum af höfðinu á hverjum degi?

Tjahh....það veit ég nú ekki alveg, en veit þó að það eru nokkuð mörg hár.

Ástæða: Svartar flísar eru á ca 50% af gólffletinum í íbúðinni minni (hin 50% eru hulin teppi).
Ljósu hárin mín eru eins og endurskinsmerki á svörtu flísunum!

Smá pæling....hvort er betra að sjá hlutina greinilega eða vita bara af þeim en sjá ekki? (dæmi, sjá hrísgrjón handahófkennt dreifð um svartar flísar eða vita bara af þeim, en sjá ekki því flísarnar væru ljósar. annað dæmi, sjá hrikalega girnilega súkkulaðiköku beint fyrir framan sig eða sjá hana ekki, vita bara af henni í næsta herbergi)

hhmmmm........
mortgage brokers
mortgage brokers Counter