March 14, 2006

ýmsar gjörðir

jæja....hvað hefur stelpan gert?

( ) reykt sígarettu, neibb, en reykt arabíska vatnspípu oftar en 1x
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl
(x) verið ástfangin, hef verið það og er ástfangin :o)
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) verið rekin/n úr vinnu
( ) lent í slagsmálum
(x) læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(x) farið á blint stefnumót
(x) logið að vini/vinkonu, það hefur gerst. hver hefur annars ekki logið, þó það væri ekki nema smá hvít lygi?
(x) skrópað í skólanum, jújú hefur líka gerst.
( ) horft á einhvern deyja
(x) farið til Canada, eða tjahhhh....farið yfir landamærin frá USA í nokkra klukkutíma, skoða Niagara fossana og næturlífið í Kanada. Á alveg eftir að ferðast um Kanada.
( ) farið til Mexico
(x) ferðast í flugvél, ÓJÁ.....
( ) kveikt í þér viljandi
( ) skorið þig viljandi
(x) borðað sushi, SUSHI=NAAAAAMMIGOTT :o)
( ) farið á sjóskíði
(x) farið á skíði, oft og mörgum sinnum. roooosa gaman :o)
(x) farið á tónleika
(x) tekið verkjalyf, bara þegar ég er alveg að farast, vil taka sem minnst af þessu annars
(x) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna, já, vildi gjarnan vera allavega í sama landi og einn strákur....
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin. ferlega þægilegt, liggja í grænu grasi, horfa á skýin fljóta um himininn. hlusta á fuglana.
(x) búið til snjóengil
(x) haldið kaffiboð
( ) flogið flugdreka
(x) byggt sandkastala
(x) hoppað í pollum, hehe.....já, fannst rosa gaman að hoppa í litla og stóra polla og fara á hjóli gegnum stóra polla. koma á smá hraða, setja fæturna út í loftið og vonast til að blotna ekki of mikið :o)
(x) farið í "tískuleik" (dress up)
( ) hoppað í laufblaðahrúgu, ekki svo ég muni....
(x) rennt þér á sleða, amm, rosa gaman.
(x) svindlað í leik, það hefur gerst....hver hefur ekki svindlað, hver hefur ekki logið, hafa ekki flestir gert eitthvað smá misheiðarlegt?
(x) verið einmana, amm, upplifi einmanaleika sem betur fer sjaldan en það koma móment.
(x) sofnað í vinnunni/skólanum, skólanum, steinsvaf einhvern tímann inni á bókhlöðu með skólabók sem kodda. vaknaði við eigin tal upp úr svefni....
( ) notað falsað skilríki
(x) horft á sólarlagið, oft oft oft....sólarlagið er svo fallegt, rómatískt. sígilt myndefni.
(x) fundið jarðskjálfta, nokkrum sinnum, missti reyndar af einum 6, eitthvað :o( var að hjóla heim úr vinnunni
( ) sofið undir berum himni
(x) verið kitluð/kitlaður
( ) verið rænd/rændur
(x) verið misskilin/n, hver hefur ekki upplifað það?
(x) klappað hreindýri/geit/kengúru, hef klappað geit, á hreindýrið og kengúruna eftir. klappaði slöngu um daginn....rosa stolt af sjálfri mér :o) mjög smeyk við snáka og slöngur, hef ekki þorað að snerta þessi kvikindi....fyrr en um daginn. er samt ekkert að fara gera þetta aftur, bara varð að prófa snerta svona jakkibjakki lífveru.
(x) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla
( ) lent í bílslysi
( ) verið með spangir/góm
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn í/þriðja hjól undir vagni
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi
( ) dansað í tunglskininu
(x) fundist þú líta vel út
(x) orðið vitni að glæp
(x) efast um að hjartað segði þér rétt til
( ) verið gagntekin/n af post-it miðum (þið vitið - þessum gulu)
(x) leikið þér berfætt/ur í drullunni
(x) verið týnd/ur, alveg örugglega einhvern tímann
(x) synt í sjónum, amm....en ekki á Íslandinu, á örlítið hlýrri stað
( ) fundist þú vera að deyja
(x) grátið þig í svefn
(x) farið í löggu og bófa leik, ekki nýlega reyndar
( ) litað nýlega með vaxlitum
( ) sungið í karaókí, það er á "to do" listanum fyrir ferðalag til Japans
( ) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki, alveg pottþétt
(x) hringt símahrekk, hvað gera litlir krakkar ekki?? svo ískrar í hrekkjalómunum....
(x) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér
(x) stungið út tungunni til að ná snjókorni
( ) dansað í rigningunni
(x) skrifað bréf til jólasveinsins, trúði staðfastlega á sveinka. setti bréf til hans í glugga hjá afa og ömmu, glugga sem sneri út að Esjunni. Því sveinki átti heima í Esjunni og svona myndi hann örugglega sjá bréfið mitt :o)
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
( ) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
(x) blásið sápukúlur
( ) kveikt bál á ströndinni!
(x) komið óboðin/n í partý
( ) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta, oft sem lítil stelpa
(x) hefur einhver óska þinna ræst, já :o)
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
(x) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki, eehhmmm....JÁ
( ) kysst einhvern af sama kyni
(x) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
( ) verið sett í straff
( ) logið fyrir vini þína
(x) liðið yfir þig
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna

(x) eyðilagt eitthvað sem vinur þinn átti, það hlýtur að hafa gerst einhvern tímann...

þá veistu það....ýmislegt sem stelpan hefur gert....

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

gaman að lesa :)

kv. sú sjóaða

6:55 PM  
Blogger Rannveig Magnúsdóttir said...

Hæ Katrín, gaman að kíkja á bloggið þitt ;) Ég skil þig svooooooo vel með áströlskuna, jújú ástralirnir tala ensku en vá hvað það er stundum erfitt að skilja þá. Þetta venst samt og áður en þú veist af er þú farin að segja caaaaaarpaaaaaark en ekki cooor eins og kaninn og bretinn :) Ég öfunda þig ekkert smá af að vera þarna úti, skil ekkert í mér að fara aftur til íslands...

5:20 PM  
Blogger Katrin said...

Hehe....mér finnst líka alveg ææææði að vera hér :o)

er þetta ekki bara spurning um skilgreiningu, ertu ekki bara í tímabundnu námsleyfi á Íslandi, kemur svo aftur til Ástralíu? :o)

3:08 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter