March 9, 2006

Lengi getur óskiljanlegt orðið ENN óskiljanlegra...

Ójá...

Fyrir stuttu var einn kennari umskriftarefni, sá er mjög hraðmæltur og auðvitað með ástralskan framburð á enskunni. Ég datt oft oft oft út, skildi ekki heilu setningarnar. Hélt þetta gæti nú ekki versnað eða orðið óskiljanlegra....en hvað gerist?

Annar kennari talar með áströlskum framburð OG talar hratt OG er smámæltur OG muldrar orðin ofan í bringuna. Hann hefði getað verið að tala kínversku mín vegna :S

Í lok tímans spurði kappinn: "ok? any questions?"
eina stelpu langaði nú mest til að segja, kæri minn, gætiru nokkuð endurtekið allt sem þú varst að segja, aðeins hægar, örlítið skýrar takk ! :oD

æi, þetta hlýtur nú að venjast, hva :o)

2 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

er þá ekki bara málið að gefa sig á tal við hann og fá hann til að útskýra þessa hluti betur svo námið nýtist þér?
ég hef nú svo sem séð útlendingana gera það sem hafa verið með mér í tímum og kennararnir hafa reynt að gera sitt besta

10:05 AM  
Blogger Katrin said...

júmm, gæti verið soldið sniðugt að gera það....

en það eru ca 20 fyrirlesarar í þessu námskeiði. sjaldan sem sama manneskjan kemur í annað sinn með fyrirlestur (sem betur fer í tilfellinu með þennan gæja!).

ég vona bara að næsti fyrirlesari verði skýrari :o)

1:30 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter