March 21, 2006

hvar er Vanuatu?

amm, hvar er Vanuatu?

en Tonga, Tuvalu og Palau??

hvað með Nýju-Kaledóníu (New Caledonia) og Solomonseyjar?

þessar eyjar eru álíka framandi fyrir mér og eyjan Ísland er fyrir sumu fólki.

"ertu frá Íslandi?!" og svipurinn er blanda af undrun og spurn. Hvar í veröldinni ætli Ísland sé? Tiltölulega fáir sem eitthvað vita um litlu eyjuna þarna nyrst í Atlantshafinu. Skil það vel, Ísland er ekki alveg miðja heimsins :o)

Ég hef ekki hugmynd um hvar Vanuatu, Tonga, Tuvalu og Palau eru nákvæmlega, einhvers staðar í Kyrrahafinu. Svipurinn minn er blanda af undrun og spurn, "ertu frá Vanuatu?!"

forvitnir geta kikkað á
http://en.wikipedia.org/wiki/Pacific_Islands

-en veist þú hvar Macau er?

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hmm jám það er spurning um að hætta að hafa þig bara í bookmarks og skella þér aftur inn á linki (varst þar með heimsreisuna) ég heimsæki þig það oft hvort eð er :)

p.s. nei ég veit það ekki !!

1:13 AM  
Blogger Katrin said...

amm, endilega linka stelpuna :o)

Macau...er nalaegt Hong Kong og Kina. Arid 1999 vard Macau stjornarsvaedi Kina (Special Administrative Region, SAR). Jaja, tad er frodlegt ad hitta folk fra Macau i skolanum :o)

2:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Macau var einnig undir stjórn Portúgala (minnir mig) lengi vel... og Hong Kong og Macau eiga það sameiginlegt að vera strandborgir í PRChina sem voru afhentar þarlendum yfirvöldum á síðustu 15 árum eða svo.

Gaman að því hvað "nánustu nágrannar" eru ofarlega í huga manns. S-Ameríka er vel þekkt (meðal almennings) í usa, þekkari en Evrópa...

8:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Anonymus í er víst ég...

\Þrándur

8:48 AM  
Blogger Katrin said...

Jújú, Portúgalarnir voru það áður fyrr sem stjórnuðu Macau.

Mér finnst líka athyglisvert með Macau og Hong Kong, lýtur stjórn Kína en það var gert samkomulag um að beita ekki kommúnistastjórn á þessum svæðum. Eða þetta skildist mér...

Einmitt, nágrannadæmið er athyglisvert. Gaman að skipta um umhverfi og kynnast nýjum ´nágrönnum´ , Asíu, eyjum Kyrrahafsins og Nýja-Sjálandi. Hvenær las ég td síðast um lagalegan rétt þeirra sem eiga ættir að rekja til frumbyggja Ástralíu og fátækt, berkla og aðbúnað sjúkrahúsa á Papua New Guinea í íslensku dagblaði?? Hreinlega man það ekki, ef einhvern tímann, þá er fjarskalega langt síðan. Rakst hins vegar á þetta tvennt í dagblaði hér um daginn :o) Ja, hún fröken Evrópa er langt í burtu frá Ástralíu...laaaaangt í burtu.

2:40 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter