March 17, 2006

indverskur

Lyktin af indverskum mat fyllir vitin, mmmm......
Heyri ensku með smá indverskum keim.
Indversk tónlist líður um loftið....smitandi takturinn, þungt létt létt, þungt létt létt....sé alveg fyrir mér konu í indverskum punjabi fötum eða sarí.

Minningar frá Indlandi verða ljóslifandi, algjört India flash back.

Maturinn er á stálbakka með hólfum, alveg eins og á Indlandi. Í stærsta hólfinu er pönnukaka með spínati ofan á, í þremur litlum hólfum er þrenns konar sósa/mauk - hvítt, gult og rautt. Borðaði nokkrum sinnum svona mat á Indlandi.....ooohhh, var svoooo gott! (rennandi skitan sem kom í kjölfarið var hins vegar víðs fjarri því að vera góð).

Tek bita af pönnukökunni, smá af hvíta maukinu og þessu gula. Jájá, tökum smá af þessu rauða með líka. Bragða á matnum - naaaammmm!!!

Soldið vel sterkt....svíður smá í tunguna....svíður í tunguna....svíður bara nokkuð mikið í tunguna....lekur úr nefinu og augun fyllast af tárum. Ó mæ, þetta er VEL sterkt. Og ekkert vatn að drekka með, engin raita (jógúrtsósa, slekkur alveg í þessu sterka), engin mjólk að drekka (annað slökkvitæki). Bara indverkst, kryddað te, sjóðandi heitt....

Þetta sterka venst og mikið rosalega er þetta góður matur! Alveg jafn góður og á Indlandi.

Finnst ég hafi dottið til Indlands í smá tíma, tónlistin, lyktin, maturinn. Sporvagn þýtur framhjá, þetta er víst Melbourne.

Vona bara að skitan sem fylgdi indverska matnum á Indlandi komi ekki....

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

nammmmmm góðar minningar!

8:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

já og ég sé núna að þú ert komin með alls konar tengla. en gaman

2:33 PM  
Blogger Katrin said...

jahá, naaaaaammmi góðar minningar :o)

gaman gaman að tenglast :o)

5:22 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter