indverskur
Lyktin af indverskum mat fyllir vitin, mmmm......
Heyri ensku með smá indverskum keim.
Indversk tónlist líður um loftið....smitandi takturinn, þungt létt létt, þungt létt létt....sé alveg fyrir mér konu í indverskum punjabi fötum eða sarí.
Minningar frá Indlandi verða ljóslifandi, algjört India flash back.
Maturinn er á stálbakka með hólfum, alveg eins og á Indlandi. Í stærsta hólfinu er pönnukaka með spínati ofan á, í þremur litlum hólfum er þrenns konar sósa/mauk - hvítt, gult og rautt. Borðaði nokkrum sinnum svona mat á Indlandi.....ooohhh, var svoooo gott! (rennandi skitan sem kom í kjölfarið var hins vegar víðs fjarri því að vera góð).
Tek bita af pönnukökunni, smá af hvíta maukinu og þessu gula. Jájá, tökum smá af þessu rauða með líka. Bragða á matnum - naaaammmm!!!
Soldið vel sterkt....svíður smá í tunguna....svíður í tunguna....svíður bara nokkuð mikið í tunguna....lekur úr nefinu og augun fyllast af tárum. Ó mæ, þetta er VEL sterkt. Og ekkert vatn að drekka með, engin raita (jógúrtsósa, slekkur alveg í þessu sterka), engin mjólk að drekka (annað slökkvitæki). Bara indverkst, kryddað te, sjóðandi heitt....
Þetta sterka venst og mikið rosalega er þetta góður matur! Alveg jafn góður og á Indlandi.
Finnst ég hafi dottið til Indlands í smá tíma, tónlistin, lyktin, maturinn. Sporvagn þýtur framhjá, þetta er víst Melbourne.
Vona bara að skitan sem fylgdi indverska matnum á Indlandi komi ekki....
Heyri ensku með smá indverskum keim.
Indversk tónlist líður um loftið....smitandi takturinn, þungt létt létt, þungt létt létt....sé alveg fyrir mér konu í indverskum punjabi fötum eða sarí.
Minningar frá Indlandi verða ljóslifandi, algjört India flash back.
Maturinn er á stálbakka með hólfum, alveg eins og á Indlandi. Í stærsta hólfinu er pönnukaka með spínati ofan á, í þremur litlum hólfum er þrenns konar sósa/mauk - hvítt, gult og rautt. Borðaði nokkrum sinnum svona mat á Indlandi.....ooohhh, var svoooo gott! (rennandi skitan sem kom í kjölfarið var hins vegar víðs fjarri því að vera góð).
Tek bita af pönnukökunni, smá af hvíta maukinu og þessu gula. Jájá, tökum smá af þessu rauða með líka. Bragða á matnum - naaaammmm!!!
Soldið vel sterkt....svíður smá í tunguna....svíður í tunguna....svíður bara nokkuð mikið í tunguna....lekur úr nefinu og augun fyllast af tárum. Ó mæ, þetta er VEL sterkt. Og ekkert vatn að drekka með, engin raita (jógúrtsósa, slekkur alveg í þessu sterka), engin mjólk að drekka (annað slökkvitæki). Bara indverkst, kryddað te, sjóðandi heitt....
Þetta sterka venst og mikið rosalega er þetta góður matur! Alveg jafn góður og á Indlandi.
Finnst ég hafi dottið til Indlands í smá tíma, tónlistin, lyktin, maturinn. Sporvagn þýtur framhjá, þetta er víst Melbourne.
Vona bara að skitan sem fylgdi indverska matnum á Indlandi komi ekki....
3 Comments:
nammmmmm góðar minningar!
já og ég sé núna að þú ert komin með alls konar tengla. en gaman
jahá, naaaaaammmi góðar minningar :o)
gaman gaman að tenglast :o)
Post a Comment
<< Home