March 6, 2006

fyrsta vikan í skólanum

Fyrsta vikan fór frekar rólega af stað.

*Mánudagur: Fyrsti fyrirlesturinn, kennarinn byrjaði strax að kenna og nýtti allan tímann. Verklegt í sama fagi byrjaði líka þennan dag (sami kennari). Þessi kennari er mjög kröfuharður og virkilega að ala nemendur upp, besta gerð af rússneskum eða kínverskum aga.

*Miðvikudagur: Fag nr 2. Kennarinn byrjaði strax að kenna, talaði hratt hratt hratt og ég datt oft oft oft út......ójá......kannski ekki skrítið, tíminn byrjaði kl 18:00 og átti að vera til kl 21:00. Ég var orðin smá þreytt kl 18, hefði verið löngu farin að hrjóta kl 21 (þetta fag er ekki alveg uppáhaldið). Kennslustund lokið kl 19:30 (sem betur fer). En afskaplega þægilegur kennari, hvorki uppeldi né agatilraunir á nemendum í gangi. Fínn kennari.

Í þessari viku byrjar þetta eiginlega, í dag (mánudag) var tími og verklegt. Miðvikudagurinn verður laaaaangur dagur, byrjar eldsnemma með klukkutímavist í sporvagni, tími allan daginn, klukkutímasporvagnsferð til baka inn í miðborgina. Fæ svo að hlusta á hraðmælskukeppni á ensku, með heavy duty áströlskum framburð, á tímabilinu 18-21. Fimmtudagurinn er líka kvöldskóli, 18-21.

Finnst skólinn annars alveg frábær! Til dæmis er félagslífið mjög öflugt, alls konar félög í gangi, nokkrar matsölur og kaffihús eru í skólanum. Svo er líkamsræktarstöð í skólanum, ekki amalegt :o)

Stór skóli, en upplifi mig alls ekki sem krækiber í Risaberjalandi.

2 Comments:

Blogger Katrin said...

ójá..."ástralskan" er soldið öðruvísi...bæði er framburðurinn öðruvísi og svo eru líka "áströlsk" orð

nokkur dæmi:
-sunnies
-snags
-freebie
-newbie
-barbie
-grogg

og giska nú hvað þessi orð þýða ;o)

eitt sem kom mér skemmtilega á óvart, hér eru notuð orðin tomato sauce en ekki ketchup fyrir tómatsósu (tomato nottla sagt með bresku a-i, tomAto, en ekki tomEIto)

já, koma svo, giska hvað orðin fyrir ofan þýða ;o)

3:08 AM  
Blogger Katrin said...

heyrðu, færum þessa "áströlsku" umræðu bara í blogg :o)

8:18 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter