Hvað missir ein manneskja mikið af hárum af höfðinu á hverjum degi?
Tjahh....það veit ég nú ekki alveg, en veit þó að það eru nokkuð mörg hár.
Ástæða: Svartar flísar eru á ca 50% af gólffletinum í íbúðinni minni (hin 50% eru hulin teppi).
Ljósu hárin mín eru eins og endurskinsmerki á svörtu flísunum!
Smá pæling....hvort er betra að sjá hlutina greinilega eða vita bara af þeim en sjá ekki? (dæmi, sjá hrísgrjón handahófkennt dreifð um svartar flísar eða vita bara af þeim, en sjá ekki því flísarnar væru ljósar. annað dæmi, sjá hrikalega girnilega súkkulaðiköku beint fyrir framan sig eða sjá hana ekki, vita bara af henni í næsta herbergi)
hhmmmm........
Ástæða: Svartar flísar eru á ca 50% af gólffletinum í íbúðinni minni (hin 50% eru hulin teppi).
Ljósu hárin mín eru eins og endurskinsmerki á svörtu flísunum!
Smá pæling....hvort er betra að sjá hlutina greinilega eða vita bara af þeim en sjá ekki? (dæmi, sjá hrísgrjón handahófkennt dreifð um svartar flísar eða vita bara af þeim, en sjá ekki því flísarnar væru ljósar. annað dæmi, sjá hrikalega girnilega súkkulaðiköku beint fyrir framan sig eða sjá hana ekki, vita bara af henni í næsta herbergi)
hhmmmm........
7 Comments:
Þetta eru tvær mismunandi spurningar, alls ekkert hægt að bera þessar aðstæður saman ;)
Hrísgrjónin: Þar tel ég betra að hafa hvítar flísar og vita af þeim. Þá þarf maður ekkert að vera of stressaður yfir þeim.
Súkkulaðikakan: sama freistingin, skiptir engu máli hvar hún er.
aha...þetta eru algjörlega sitt hvor týpa af aðstæðum :o)
veit alveg fyrir víst ad súkkulaðikakan myndi ná mér...ójá...
Já betra að sjá ekki skítinn, sem er til staðar. Þú veist að hann er þarna, veist að þú þarft að þrífa, en gestirnir fatta það kannski ekki ;)
hehe :o)
önnur lausn, hitta fólk bara á kaffihúsi!
þriðja lausnin, er hægt að mála flísar? vaeri alveg til í að mála bara í mínum hárlit :oD (það reyndar má ekki gera það, má ekki einu sinni hengja myndir á veggina í íbúðinni...þannig að unfortunately, þá er þessi lausn nú þegar útilokuð)
en hva, maður vill nú hafa snyrtilegt í kringum sig og það er nú ekki erfitt að sópa oggulítinn gólfflöt...við erum að tala um svona ca 6/7 fermetra... :o)
hvernig er í skólanum???
svartar flísar, er það svo að þú sjáir ekki köngulónar... !
hahaha :o)
Jú, það gæti bara vel verið!
Það hafa nú komið nokkrar pöddur inn til mín, þó ég sé á 5. hæð....könguló hefur ekki ennþá komið, hlýtur nú að koma að því...
Post a Comment
<< Home