Stödd á 13 hæð í skólanum. Fann einhverja smá skrítna lykt, minnti á lyktina þegar saltsýra er hituð. Svona mjög óþægileg, nett ertandi lykt. Brunakerfið vælir og vælir og vælir. Ætti að koma mér út, líst ekki alveg á blikuna - þessi lykt á ekki að vera hér. Fólk í kring virðist ekkert kippa sér upp við vælandi brunakerfið. Maður hugsar nefnilega ansi oft, æi, þetta er ekkert. En lyktin, hugsa ég....það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Strákur sem kemur aðvífandi segir "you should get out, there is a fire on a floor below"
Finn næsta stigagang, labba rösklega niður. Þessi vonda, ertandi lykt verður verrri og verri því neðar sem maður fer. Á áttundu hæð er fýlan nokkuð sterk, það hefur greinilega eitthvað gerst. Set flíspeysuna (já, flíspeysu....það var kaldur dagur í gær!) fyrir nef og munn, gerir það aðeins betra að anda. Frekar óhuggulegt að vita maður sé að labba í áttina að eldi eða einhverju efnaslysi. Vildi koma mér rösklega út.
Slökkviliðið bíður fyrir utan bygginguna, það var víst eldur í kjallaranum.
Jájájá, alltaf líf og fjör í skólanum!
En þetta minnir á aðra upplifun....heimsreisuna ;o)
Tvær stelpur voru staddar í Þýskalandi, bíða eftir flugi til Suður-Afríku. Doldil bið eftir fluginu....fínasta hugmynd að fara í sturtu og fríska sig aðeins, maður getur orðið svo sjúskaður eitthvað á þessum blessuðu flugvöllum og hva, 12 tíma flug eða eitthvað þannig framundan. Ljúf sturta, frískandi og góð. En hvað gerist þegar stelpan er á evuklæðum? Kom sprengjuhótun eða eitthvað, rýma svæðið. Einn tveir og drífa sig í fötin og út!
Hefur örugglega verið doldið fyndið að sjá eina stelpu labbandi um svæðið með rennandi blautt hár, úfið í allar áttir....hehe :o)