October 30, 2006

prófi próf

Prófatíðin hafin, fyrsta prófið var í dag. Eru alveg ágætlega vel dreifð, um vika á milli þessarra þriggja prófa sem liggja fyrir. Úff maður....mikið rohosalega hlakka ég til 14. nóvember! (síðasta prófið er sko þann dag).
Annars er lítið þannig séð að gerast akkurat núna, félagslífið í lágmarki, allir í prófum. Lífið er að lesa, borða, hreyfa sig og sofa. Og svo nottla dreifa huganum smá svona af og til...núna er td. tilvalin stund að rifja upp brot af "smá" ferðalagi...er haggi? :o)

<>*<>*<>*<>*<>
Sandalda og skór, Namibíu<>*<>*<>*<>*<>Hús og tré, Suður-Afríku
<>*<>*<>*<>*<>
Lítill drengur, Tælandi <>*<>*<>*<>*<>*<>*<>Taj Mahal, Indlandi

Mmmm....yndislegar minningar :o)
Jæja, er víst stödd í Melbourne og þarf að fara læra. Adios!

October 26, 2006

"sail away from the safe harbour"

"Twenty years from now on you will be more disappointed by the things you didn't do, than by the ones you did do. So throw off the bowlines. Sail away from the safe harbour. Catch the trade winds in your sail. Explore. Dream. Discover."
Mark Twain

~þessi tilvitnun hitti mig gjörsamlega~

nýttu tækifærin, kannaðu nýjar slóðir, uppgötvaðu. það getur þurft hugrekki til að fara ótroðna slóð eða breyta. en mikið rosalega getur það verið þroskandi og fyllilega þess virði.

October 24, 2006

eldur

Stödd á 13 hæð í skólanum. Fann einhverja smá skrítna lykt, minnti á lyktina þegar saltsýra er hituð. Svona mjög óþægileg, nett ertandi lykt. Brunakerfið vælir og vælir og vælir. Ætti að koma mér út, líst ekki alveg á blikuna - þessi lykt á ekki að vera hér. Fólk í kring virðist ekkert kippa sér upp við vælandi brunakerfið. Maður hugsar nefnilega ansi oft, æi, þetta er ekkert. En lyktin, hugsa ég....það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Strákur sem kemur aðvífandi segir "you should get out, there is a fire on a floor below"

Finn næsta stigagang, labba rösklega niður. Þessi vonda, ertandi lykt verður verrri og verri því neðar sem maður fer. Á áttundu hæð er fýlan nokkuð sterk, það hefur greinilega eitthvað gerst. Set flíspeysuna (já, flíspeysu....það var kaldur dagur í gær!) fyrir nef og munn, gerir það aðeins betra að anda. Frekar óhuggulegt að vita maður sé að labba í áttina að eldi eða einhverju efnaslysi. Vildi koma mér rösklega út.

Slökkviliðið bíður fyrir utan bygginguna, það var víst eldur í kjallaranum.

Jájájá, alltaf líf og fjör í skólanum!

En þetta minnir á aðra upplifun....heimsreisuna ;o)

Tvær stelpur voru staddar í Þýskalandi, bíða eftir flugi til Suður-Afríku. Doldil bið eftir fluginu....fínasta hugmynd að fara í sturtu og fríska sig aðeins, maður getur orðið svo sjúskaður eitthvað á þessum blessuðu flugvöllum og hva, 12 tíma flug eða eitthvað þannig framundan. Ljúf sturta, frískandi og góð. En hvað gerist þegar stelpan er á evuklæðum? Kom sprengjuhótun eða eitthvað, rýma svæðið. Einn tveir og drífa sig í fötin og út!

Hefur örugglega verið doldið fyndið að sjá eina stelpu labbandi um svæðið með rennandi blautt hár, úfið í allar áttir....hehe :o)

October 22, 2006

stödd á Indlandi!!

Svona næstum því....

Síðasta föstudag var haldin Diwali hátíð á einu helsta torgi Melbourne. Þetta er indverskt hátíð. Og auðvitað fór menningarforvitna ég á svæðið!

Hefði alveg eins getað verið stödd á Indlandi. Af hverju?

Fyrir það fyrsta var hriiikalega mikið af fólki þarna, eiginlega bara Indverjum. Jú, og svo var eitt endurskinsmerki (jamm, hvíta hvíta stelpan) þarna í miðjum hópnum...hehe :o)
Ef maður vildi hreyfa sig á annan stað þurfti að reyna troðast á milli fólks og það var varla hægt. Segja sorry, sorry á leiðinni til að fólk færði sig um þessa 5 cm sem það kannski gat fært sig. Svo var líka...

-indversk tónlist
-fólk á öllum aldri, afar og ömmur, ungabörn og allt þar á milli
-indverskur dans, bæði á sviðinu og hjá áhorfendum
-indverskar konur, voða voða fínar í litskrúðugum sarí eða punjabi fötum
-indversk matarlykt
-indverskir menn, voða fínir í indverskum fötum

Litskrúðugt er sko alveg orðið yfir indverksan klæðnað; gult, rautt, blátt, alls konar munstur....svo fallegt, svo flott.

October 18, 2006

hafragrautur

ÓGEÐ!

Það hefur mér allavega fundist hingað til. Eða svona...

þegar ég var hva, kannski 4 eða 5 ára var ég hjá dagmömmu. Það var hafragrautur á morgnana hjá dagmömmunni. Mér fannst hafragrautur alveg herfilega vondur. Píndi þetta sull upp í munninn og reyndi svo að kyngja. Erfiðast að kyngja, mér fannst þetta svo mikið ullabjakk. Klígjaði alveg við þessu. En aldrei kvartaði ég við dagmömmuna, hún gerði nefnilega oftast mjög góðan mat. Maður reyndi nú líka að vera stillt og prúð stelpa, vera ekki að kvarta mikið eða viljandi að skapa vandræði. Einn daginn spurði dagmamman svo mömmu hvort ég ætti við einhver vandamál að stríða í hálsinum, því ég væri svo lengi að kyngja.

Og þá kom það upp úr hnátunni. Mér finnst hafragrautur vondur.

Og þannig hefur það verið. Hafragrautur fer helst ekki inn fyrir mínar varir - þangað til fyrir stuttu. Námsmanninum blöskraði verðið á morgunkorni í búðinni, líka jógúrtinni. Ofan á það var mín orðin þreytt á þessu þurrfæði. Breyta, breyta, finna eitthvað nýtt.

Skoðaði hillurnar smá, las innihaldslýsinguna. Nei sko, þetta gæti bara verið gott. Hafragrautur með oggupons af salti, nokkrum döðlubitum, smá slurk af sírópi og svo sojamjólk útá. Líka gott að setja epli út í.

NAMMI NAMMI NAMMI NAMMMMMMIGOTT :o)

October 16, 2006

alveg frááábært!

Viðburðurinn síðasta föstudag byrjaði fínt; boðið upp á fingramat, bjór og vín. Fólk bara að spjalla og svona (á meðan sumir voru smá stressaðir!)

700 manns í salnum.
Og mín stóð á sviðinu og babblaði eitthvað á ensku. Ótrúleg upplifun, magnað, frábært!
Hef oft verið á sviði, en aldrei talað fyrir framan svona mikið af fólki. Var einhvern veginn miklu minna mál en ég hafði haldið. Salurinn var nefnilega myrkvaður, þannig maður sá bara fyrstu tvær sætaraðirnar og svo var bara myrkur. Aha, made things a little bit easier ;o)

Ljósmyndataka af verðlaunahöfunum og fólkinu sem talaði á sviðinu. Hersingin labbaði smá spotta á bar þar sem svipað hélt áfram; boðið upp á fingramat, bjór og vín eins og maður gat í sig látið. Skál skál, glæsilegt, til hamingju. Spjalli spjalli. Skemmtileg dansitónlist og fólk að tjútta. Stelpur í kjólum, algjörar ´ladies´. Strákarnir í jakkafötum og algjörir herramenn. Dansað fram á nótt....heita sumarnótt.

Mikið rosalega var þetta skemmtilegt kvöld :o)

October 12, 2006

sumardagur

Jæja já....ætli sumarið hafi komið í dag?

Nei, maður bara spyr. Núna, kl 7:25 að kvöldi, er 33 gráðu hiti.
Og var meira í dag. Var varla hægt að vera þar sem sólin skein, skugginn var miklu betri staður. Hitinn í dag var eiginlega of mikið af því góða.

Ég held það verði bara fínt að koma til Íslands yfir jólin og kæla sig aðeins :o)

October 9, 2006

700 manns

Á föstudaginn verður þessi viðburður.

Þessi viðburður er til að þakka sjálfboðaliðum í skólanum. Einnig til að veita krökkum í LEAD og SLP prógrömmunum viðurkenningar og verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á ýmsum sviðum. Þetta er svona Óskarsverðlaunaafhending sjálfboðaliðanna. Það er sko dress code. Hún ég tryggði sér nottla pláss á viðburðinum, alltaf gaman að hitta félagana í SLP :o)

Jamm, ég verð viðstödd og meira til. Verðum tvö saman. Félagi minn verður með þeim fínustu á svæðinu (í kjólfötum), held ég verði þá að vera í kjól. Við kynnum og veitum verðlaun.

Það fyrir framan 700 manns!!! Já, 700!

~þetta er einstakt tækifæri~

eins gott að ofnæmislyfið er farið að virka, svona skemmtilegra að hnerra ekki einsog kameldýr í míkrófóninn...

October 8, 2006

vorboðinn ljúfi

AAAAAAAtsjúúú....

hnerri hnerri hnerri

lekur úr nebbanum

amm, smá ofnæmi mætt í kroppinn.
Vorið er greinilega komið!

October 4, 2006

í dag

Heyrði eitthvað píp um klukkan 7 í morgun. Var svo sybbin að sofnaði bara aftur....

Hrökk upp rétt fyrir klukkan 8, SJITT MAÐUR! Átti nefnilega að vera mætt í skólann klukkan 8:30. Það tekur nokkrar mínútur að
  • fara í sturtu
  • tína á sig spjarirnar
  • skófla einhverju sem heitir morgunmatur í munninn
  • setja saman hollt og líka gott nesti
  • klína á sig kreminu sem er í senn ilmvatn - já, sólarvörn!

Trítla í skólann á stuttermabol, sólgleraugu á nebbanum. Ég elska það að geta verið utandyra á stuttermabol fyrir klukkan 9 að morgni! Varð nokkuð heitt á labbitúrnum í skólann, hefði kannski átt að fara í stuttbuxum í skólann....

Akkurat núna, kl 14:41 eftir hádegi, er 28°C hiti hér í Melbourne. Bara fínt, jájá....góður vordagur :o)

October 2, 2006

þá er það í höfn

ohhh....rosalega er gott að klára hópverkefni sem hefur verið í gangi undanfarnar 10 vikur. Ekki það að þetta hafi verið eitthvað leiðinlegt, neibb, sko þvert á móti! Kennarinn setti fram sérstætt verkefni, nálgun sem ég hef ekki upplifað áður. Mjög gaman, fræðandi, athyglisvert og þroskandi.

-takk fyrir!
mortgage brokers
mortgage brokers Counter