October 4, 2006

í dag

Heyrði eitthvað píp um klukkan 7 í morgun. Var svo sybbin að sofnaði bara aftur....

Hrökk upp rétt fyrir klukkan 8, SJITT MAÐUR! Átti nefnilega að vera mætt í skólann klukkan 8:30. Það tekur nokkrar mínútur að
  • fara í sturtu
  • tína á sig spjarirnar
  • skófla einhverju sem heitir morgunmatur í munninn
  • setja saman hollt og líka gott nesti
  • klína á sig kreminu sem er í senn ilmvatn - já, sólarvörn!

Trítla í skólann á stuttermabol, sólgleraugu á nebbanum. Ég elska það að geta verið utandyra á stuttermabol fyrir klukkan 9 að morgni! Varð nokkuð heitt á labbitúrnum í skólann, hefði kannski átt að fara í stuttbuxum í skólann....

Akkurat núna, kl 14:41 eftir hádegi, er 28°C hiti hér í Melbourne. Bara fínt, jájá....góður vordagur :o)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

skæl ... ekkert heitt vatn né hiti á ofnum, mér er kalt ...

10:32 AM  
Blogger Katrin said...

skil það! brrrrr.... :S

3:52 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter