October 18, 2006

hafragrautur

ÓGEÐ!

Það hefur mér allavega fundist hingað til. Eða svona...

þegar ég var hva, kannski 4 eða 5 ára var ég hjá dagmömmu. Það var hafragrautur á morgnana hjá dagmömmunni. Mér fannst hafragrautur alveg herfilega vondur. Píndi þetta sull upp í munninn og reyndi svo að kyngja. Erfiðast að kyngja, mér fannst þetta svo mikið ullabjakk. Klígjaði alveg við þessu. En aldrei kvartaði ég við dagmömmuna, hún gerði nefnilega oftast mjög góðan mat. Maður reyndi nú líka að vera stillt og prúð stelpa, vera ekki að kvarta mikið eða viljandi að skapa vandræði. Einn daginn spurði dagmamman svo mömmu hvort ég ætti við einhver vandamál að stríða í hálsinum, því ég væri svo lengi að kyngja.

Og þá kom það upp úr hnátunni. Mér finnst hafragrautur vondur.

Og þannig hefur það verið. Hafragrautur fer helst ekki inn fyrir mínar varir - þangað til fyrir stuttu. Námsmanninum blöskraði verðið á morgunkorni í búðinni, líka jógúrtinni. Ofan á það var mín orðin þreytt á þessu þurrfæði. Breyta, breyta, finna eitthvað nýtt.

Skoðaði hillurnar smá, las innihaldslýsinguna. Nei sko, þetta gæti bara verið gott. Hafragrautur með oggupons af salti, nokkrum döðlubitum, smá slurk af sírópi og svo sojamjólk útá. Líka gott að setja epli út í.

NAMMI NAMMI NAMMI NAMMMMMMIGOTT :o)

4 Comments:

Blogger Karen said...

Hehehe skemmtileg frásögn :)
Hafragrautur getur verið ágætur stundum... en allt er gott í hófi...
Annars hef ég séð fólk setja eitthvað kjöt og sojasósu út í hafragraut - svo ég las fyrst orðið "sojamjólk" hjá þér sem "sojasósu" og hefði kommentað "oj oj" ef ég hefði ekki lestið þetta aftur betur :Þ

8:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

hljomar bara agætlega, hefdi verid fint hja dagmommunni ad setja eitthvad gomsætt utí grautinn tilad thu værir fljotari ad borda hann. eg fekk lika leid a hafragraut tegar eg var krakki og hætti ad borda hann en byrjadi svo aftur fyrir nokkrum arum enda bara ágætur
kv
heiddis

4:41 PM  
Anonymous Anonymous said...

heeh nú skil ég kommentið hjá mér ;)
ég hef hann nú ofur einfaldan, set rúsínur út í hann í pottinn og salta smá og mjólkuróþolsstelpan kælir hann svo með vatn ... gerir hann bara þynnri þegar það er búið að blanda því við og þar með auðveldar að borða!!
Hætti að nota sykur eftir að hafa farið til næringarfræðings ... benti mér á að nota rúsínur í staðin og það er bara gott .. sakna samt sykursins og stelst stundum í hann ... en ofursjaldan samt :p

10:20 PM  
Blogger Katrin said...

hehe...neehhh, set nú ekki sojasósu út á hafragrautinn. amk ekki enn ;o)

kannski ég prófi rúsínur næst út á hafragrautinn...það hljómar allavega alveg ágætlega :o)

11:50 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter