October 16, 2006

alveg frááábært!

Viðburðurinn síðasta föstudag byrjaði fínt; boðið upp á fingramat, bjór og vín. Fólk bara að spjalla og svona (á meðan sumir voru smá stressaðir!)

700 manns í salnum.
Og mín stóð á sviðinu og babblaði eitthvað á ensku. Ótrúleg upplifun, magnað, frábært!
Hef oft verið á sviði, en aldrei talað fyrir framan svona mikið af fólki. Var einhvern veginn miklu minna mál en ég hafði haldið. Salurinn var nefnilega myrkvaður, þannig maður sá bara fyrstu tvær sætaraðirnar og svo var bara myrkur. Aha, made things a little bit easier ;o)

Ljósmyndataka af verðlaunahöfunum og fólkinu sem talaði á sviðinu. Hersingin labbaði smá spotta á bar þar sem svipað hélt áfram; boðið upp á fingramat, bjór og vín eins og maður gat í sig látið. Skál skál, glæsilegt, til hamingju. Spjalli spjalli. Skemmtileg dansitónlist og fólk að tjútta. Stelpur í kjólum, algjörar ´ladies´. Strákarnir í jakkafötum og algjörir herramenn. Dansað fram á nótt....heita sumarnótt.

Mikið rosalega var þetta skemmtilegt kvöld :o)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

varstu í kjól? Viljum fá mynd.
kv
heiðdís

6:49 PM  
Blogger Katrin said...

jebbs, svaka sætum kjól :o)

kom bara ekki annað til greina en að vera í kjól, tilefnið var þess eðlis og merking dress kódans var kjóll. svo varð ég nú líka að passa við gæjann sem ég var á sviðinu með, hann var svo rosafínn....úff...

svo var svona riiiiiisaskjár þar sem öllu var svo varpað upp á. amm, skona æskilegt að vera í þokkalegum fötum :o)

12:46 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter