þá er það í höfn
ohhh....rosalega er gott að klára hópverkefni sem hefur verið í gangi undanfarnar 10 vikur. Ekki það að þetta hafi verið eitthvað leiðinlegt, neibb, sko þvert á móti! Kennarinn setti fram sérstætt verkefni, nálgun sem ég hef ekki upplifað áður. Mjög gaman, fræðandi, athyglisvert og þroskandi.
-takk fyrir!
-takk fyrir!
5 Comments:
Sæl
Hópverkefni reyna á þola hópsins og að þola hvort annað - getur tekið verulega á.
kveðja
Svenni
Þetta er forvitnilegt! Hvernig nálgun var þetta?
Rétt er það, hópar geta tekið á. Þessi hópur var virkilega góður, við náðum að spila vel inn á styrkleika og veikleika allra liðsmanna. Auðvitað komu upp deilur (það er nú bara eðlilegt!) og fólk var ekki sammála, en það var leyst á nokkuð góðan hátt. Mér finnst bara léttir að klára þetta verkefni, vænn hluti af lokaeinkunn kominn í höfn :o)
Þetta verkefni var margþætt. Kennarinn gaf mjög litlar upplýsingar...en lagði áherslu á einn þátt, og svo var það MIKILVÆGASTA...
Klassíski hlutinn á verkefninu sneri að því að búa til tegund af sælgæti (toffee), pakka vörunni og merkja í samræmi við lög. Gera kynningu (td powerpoint/leikthatt) og skýrslu um vöruna, eiginleika hennar, vandamálin sem komu upp við framleiðsluna og úrlausn þeirra.
Annar fasinn, sá sem kennarinn lagði þónokkra áherslu á, var úrlausn vandamála. Hópurinn þurfti að setja fram aðferð (ferli) sem notuð var til að leysa vandamál á skipulegan hátt. Greina allar mögulegar lausnir, kosti þeirra og galla. Að fókusera á skipulega úrlausn vandamála var nokkuð nýtt fyrir mér, eitthvað sem varð næstum alveg útundan í BS náminu.
Þriðja, og MIKILVÆGASTA atriðið, var að skilja hópinn og að vinna sem hópur á skilvirkan hátt. Hvað er það sem lætur hópinn þinn verða topp hóp?? Hvað einkennir topp hópa??
Þetta þýddi það að lesa smá í sálarfræði, um persónuleika og team dynamics.
Leiðtogi var kosinn, "leikreglur" voru settar, stefnan var skýr. Hópurinn ákvað að vera verkefnafókuseraður (deilur yrðu ekki persónulegar og persónuleg vandamál ekki rædd nema utan funda). Væntingar liðsmanna til hvors annars og hópsins settar fram. Styrkleikar og veikleikar liðsmanna fundnir, sem grunnur fyrir skilvirka útdeilingu verkefna og öfluga samvinnu. Vikulegur fundartími ákveðinn. Upplýsingastreymi gert ljóst og auðvelt. Hvatning og jákvæðni notuð.
Í þessar 10vikur fylgdist kennarinn með því hvernig liðinu gekk að uppfylla alla þessa þætti og kom með ábendingar þar um.
Svo þurfti að skila skýrslu um hópinn, persónur hópsins og eiginleika þeirra, veikleika/ styrkleika hópsins og greina hvað gerði það að verkum að hópurinn náði árangri. Auðvitað með tilheyrandi heimildum (áhersla lögð á heimildir og notkun þeirra í skólanum).
Þessa nálgun á hópvinnu hef ég ekki upplifað áður í skóla. Fannst þetta mjög fræðandi, athyglisvert og þroskandi.
Já, athylgisvert! Og eins og þú segir, e-ð sem er bara EKKERT lögð áhersla á hér í HÍ. (Hversu oft hefur maður hér verið settur í hóp en lent oftast bara í að vinna verkefnið hvert í sínu horni, með einn "free-rider" á bakinu líka!) Ég legg til að þú komir heim og stýrir leiðtoganámskeiðum o.fl.þ.h.
Í frístundum legg ég til að þú gerist ljósmyndari fyrir flott tímarit!
Danke schön - fínustu tillögur :o)
Post a Comment
<< Home