October 24, 2006

eldur

Stödd á 13 hæð í skólanum. Fann einhverja smá skrítna lykt, minnti á lyktina þegar saltsýra er hituð. Svona mjög óþægileg, nett ertandi lykt. Brunakerfið vælir og vælir og vælir. Ætti að koma mér út, líst ekki alveg á blikuna - þessi lykt á ekki að vera hér. Fólk í kring virðist ekkert kippa sér upp við vælandi brunakerfið. Maður hugsar nefnilega ansi oft, æi, þetta er ekkert. En lyktin, hugsa ég....það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Strákur sem kemur aðvífandi segir "you should get out, there is a fire on a floor below"

Finn næsta stigagang, labba rösklega niður. Þessi vonda, ertandi lykt verður verrri og verri því neðar sem maður fer. Á áttundu hæð er fýlan nokkuð sterk, það hefur greinilega eitthvað gerst. Set flíspeysuna (já, flíspeysu....það var kaldur dagur í gær!) fyrir nef og munn, gerir það aðeins betra að anda. Frekar óhuggulegt að vita maður sé að labba í áttina að eldi eða einhverju efnaslysi. Vildi koma mér rösklega út.

Slökkviliðið bíður fyrir utan bygginguna, það var víst eldur í kjallaranum.

Jájájá, alltaf líf og fjör í skólanum!

En þetta minnir á aðra upplifun....heimsreisuna ;o)

Tvær stelpur voru staddar í Þýskalandi, bíða eftir flugi til Suður-Afríku. Doldil bið eftir fluginu....fínasta hugmynd að fara í sturtu og fríska sig aðeins, maður getur orðið svo sjúskaður eitthvað á þessum blessuðu flugvöllum og hva, 12 tíma flug eða eitthvað þannig framundan. Ljúf sturta, frískandi og góð. En hvað gerist þegar stelpan er á evuklæðum? Kom sprengjuhótun eða eitthvað, rýma svæðið. Einn tveir og drífa sig í fötin og út!

Hefur örugglega verið doldið fyndið að sjá eina stelpu labbandi um svæðið með rennandi blautt hár, úfið í allar áttir....hehe :o)

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

vó allt að gerast bara, eldur eldur! Það vill einmitt oft vera þannig að fólk trúir ekki þessum brunavarnakerfum því þau fara stundum í gang án þess að það sé nokkuð. Heyrðu annars var ég að fá mér nýja síðu, sérð linkinn á gömlu síðunni, en reyndi að senda þér lykilorðið en hvorki póstfangið í skólanum, né hotmail virkaði, hvað er aðal emailið þitt? kv heiðdís

3:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

- vó! -

sko bara það að það eru þrettán plús hæðir í skólanum er kreisíj, út af fyrir sig! hehe. og svo að lenda í þessu líka...
hvað var það svo sem brann? eða, hvað gerðist?

9:15 PM  
Blogger Jon Olafur said...

Heiðdís, aðalmailið, jafnframt það eina, hjá Katrínu er; s3132203@student.rmit.edu.au

Ef ég, karlinn hennar, vissi það ekki þá væri það helvíti slæmt ;)

1:14 PM  
Blogger Katrin said...

Jebb, emailið mitt er S3132203@student.rmit.edu.au (lengdin á þessu blessaða emaili er doldið góð, passar aldrei í email línuna á pappírum!)

Þrettánda hæðin í skólanum er reyndar efsta hæðin ;o) alveg svaka bygging, 13 hæðir á hæðina og nær yfir ca heila 'block' af húsum. Veit ekki hvað það var nákvæmlega sem brann eða hvað gerðist...en þetta var bruni.

7:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

oh þoli ekki þessar brunabjöllur þegar ég heyrði í "minni" um daginn í skólanum hafði ég bara ekki hugmynd um að þetta væri brunabjallan ... asnalegt hljóð í henni!!
Annars er sko ekki sjens að liðið hér hangi inni eins og heima og eins og ég mundi gera óþolandi þetta labb út og svo skil ég nottla ekki dótið mitt bara eftir ... jám hér er sko ALLIR ÚT reglan! Kallar í gulum vestum með gjallarhorn og alles ...

eh svo fór ég og kvartaði yfir mínu e-maili (hrafnhildur.sigurdardottir@kcl.ac.uk) hvað helduru að ég þurfti að stafa þetta oft ofaní bretann... vildi fá hreint og gott hraxi nei ekki hægt endaði með ravenwar.victory@kcl.ac.uk þeir ættu þá allavega að kunna að skrifa það!!

5:34 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter