stödd á Indlandi!!
Svona næstum því....
Síðasta föstudag var haldin Diwali hátíð á einu helsta torgi Melbourne. Þetta er indverskt hátíð. Og auðvitað fór menningarforvitna ég á svæðið!
Hefði alveg eins getað verið stödd á Indlandi. Af hverju?
Fyrir það fyrsta var hriiikalega mikið af fólki þarna, eiginlega bara Indverjum. Jú, og svo var eitt endurskinsmerki (jamm, hvíta hvíta stelpan) þarna í miðjum hópnum...hehe :o)
Ef maður vildi hreyfa sig á annan stað þurfti að reyna troðast á milli fólks og það var varla hægt. Segja sorry, sorry á leiðinni til að fólk færði sig um þessa 5 cm sem það kannski gat fært sig. Svo var líka...
-indversk tónlist
-fólk á öllum aldri, afar og ömmur, ungabörn og allt þar á milli
-indverskur dans, bæði á sviðinu og hjá áhorfendum
-indverskar konur, voða voða fínar í litskrúðugum sarí eða punjabi fötum
-indversk matarlykt
-indverskir menn, voða fínir í indverskum fötum
Litskrúðugt er sko alveg orðið yfir indverksan klæðnað; gult, rautt, blátt, alls konar munstur....svo fallegt, svo flott.
Síðasta föstudag var haldin Diwali hátíð á einu helsta torgi Melbourne. Þetta er indverskt hátíð. Og auðvitað fór menningarforvitna ég á svæðið!
Hefði alveg eins getað verið stödd á Indlandi. Af hverju?
Fyrir það fyrsta var hriiikalega mikið af fólki þarna, eiginlega bara Indverjum. Jú, og svo var eitt endurskinsmerki (jamm, hvíta hvíta stelpan) þarna í miðjum hópnum...hehe :o)
Ef maður vildi hreyfa sig á annan stað þurfti að reyna troðast á milli fólks og það var varla hægt. Segja sorry, sorry á leiðinni til að fólk færði sig um þessa 5 cm sem það kannski gat fært sig. Svo var líka...
-indversk tónlist
-fólk á öllum aldri, afar og ömmur, ungabörn og allt þar á milli
-indverskur dans, bæði á sviðinu og hjá áhorfendum
-indverskar konur, voða voða fínar í litskrúðugum sarí eða punjabi fötum
-indversk matarlykt
-indverskir menn, voða fínir í indverskum fötum
Litskrúðugt er sko alveg orðið yfir indverksan klæðnað; gult, rautt, blátt, alls konar munstur....svo fallegt, svo flott.
2 Comments:
Þegar ég var á Indlandi fyrir einu ári síðan þá var líka Diwali. Rosa fjör og mikið stuð. Gaman gaman.
Jóna
Já, vá...það hlýtur að hafa verið rosa fjör! :o)
Post a Comment
<< Home