July 31, 2006

súkkulaði og myndir

súkkulaði finnst mér alveg agalega gott

hvítt súkkulaði - eehhh....
-eridda súkkulaði????
-ekkert vont á bragðið, passar vel í möffins með perubitum
-en eeretta súkkulaði?? eriggi einu sinni súkkulaðibrúnt, kommon...
mjólkursúkkulaði - jájá
dökkt súkkulaði - ójá!

datt niður á eina súkkulaðitýpu, sem er alveg ótrúleg. súkkulaðið sjálft svo silkimjúkt og svo þessar líka góðu hnetur. mmmm....algjör draumur
dökkt súkkulaði eitt og sér líka fínt. hefur verið uppáhaldið árum saman.
dökkt súkkulaði með rauðvínslegnum rúsínum er toppurinn. segjum til dæmis á eftir kengúrusteik og rauðvíni...þvílík sæla....

en annars, það eru víst nokkrar 'nýjar' myndir hér

July 28, 2006

Melbornska Melabandið

jebb, kikkaði á tónleika hjá sinfoníuhljómsveit Melbourne síðasta fimmtudag. var alveg hreint stórfínt :o)

að utan lætur listamiðstöðin (tónleikahúsið) ekkert mikið yfir sér, ok smá stórt hús en ekkert svo. en þegar inn var komið......
húsið á amk fjórum hæðum

hlustendabekkirnir á fjórum hæðum
rúllustigi og alles til að færa fólkið milli hæða
-þvílíkt hús-

sætið mitt leyndist á fjórðu hæðinni, alveg fyrir miðju (beint á móti hljómsveitinni). príma góð staðsetning. horfði eiginlega ofan á hausana á spilurunum. það var soldið skrítið.


fínasta dagskrá; Koehne (Nocturne No. 1 - Twilight) , Rachmaninov (Rhapsody on a Theme of Paganini) og R. Strauss (An Alpine Symphony).

bandið var ansi öflugt á tímabili, td 8 kontrabassar, 5 básúnur, 2 hörpur, 9 horn og óteljandi fiðlur (ok, ansi margar fiðlur). 5 slagverksleikarar.

gaman að fara á góða tónleika :o)

July 27, 2006

Vorið

Hef sofið alveg sérdeilis illa undanfarnar nætur. Hef ekki getað sofnað, vakna 20x yfir nóttina, er sjóðandi heitt og sef laust. Gerir það að verkum að daginn eftir hefur stúlkan verið hálfsofin og þreytt eftir því. Frekar óþægilegt.

Hvað veldur????

Eftir smá spekúleringar....
þá held ég barasta að vorið sé komið, eða er alveg að koma.
Lofthitinn er orðinn ögn meiri og sólin lætur undan sýniþörfinni.
Viðeigandi kælingarráðstafanir voru gerðar og stúlkan svaf mjög vel síðustu nótt :o)

Vorið já.

Úlpa eða hlý peysa er algjört bull yfir hlýjasta tíma dagsins. Stuttermabolur, það er sko málið.
Og sólgleraugu.
Langaði ekkert að fara inn og læra í dag. Veðrið svo gott, jú sí...lét undan, tyllti mér á bekk og sötraði ávaxta/jógúrthristing af mestu ánægju :o)

Treflar og vettlingar fáséð fyrirbæri, orðin safngripir þangað til næsta haust.
Kærustupör aftur farin að kúrast og knúsast í grasinu fyrir framan Fylkisbókasafnið. Fólk að tylla sér á bekki og glugga í blöð eða gæða sér á einhverju nammigotti.

Virkar á mig álíka mikið merki um vor/sumar og yfirfullar sundlaugarnar eða Austurvöllurinn á góðum íslenskum sumardegi.

July 25, 2006

myndir myndir

~var að smella inn nýjum myndum~

myndefnið er Ballarat, Gullárabær og svo íbúðin mín

July 24, 2006

fyrsti skóladagurinn og Ballarat

einhverjir þrjótar að skemmileggja kommentin á síðunni...iss iss
en endilega, ættingjar og vinir, ekki hætta að setja inn komment. núna þarf sá sem kommentar bara að stimpla inn nokkra bókstafi og ýta á hnappinn innskráning og birta (login and publish).

jæja jæja...

Fyrsti skóladagurinn á þessari önn var í dag. Bara fínt að byrja aftur í skólanum, byrja aftur í SLP, hitta félagana og nýtt fólk.
Og nottla fá nokkur verkefni :o)

Kíkti út fyrir borgina um síðustu helgi. Fór í aðra borg, hehe. Svona smá ferðalag, stórfínt. Staðurinn var Ballarat, um 80.000 manna borg í um 1,5 klukkustundar fjarlægð frá Melbourne í lest. Virkaði á mig sem pínulítið þorp - ferlega rólegt og afslappað.


Hús í Ballarat, húsið vinstra megin er hótel.


Í Ballarat er verksmiðja þar sem þekkt nammigott er búið til...

Kíkti líka á útgáfu af lífinu eins og það var kannski á árunum um og uppúr 1850. Gullárabær; gamaldags hús, fólk í fötum þess tíma, verslanir sem seldu td. brjóstsykur, bróderí, kengúruhatta og tréleikföng. Smelli inn nýjum myndapakka með myndum frá Ballarat og fleiru, á morgun. Á morgun segir sá lati, en hva, það er kominn tími á kvöldmat hérna megin á kringlunni...og eftir kvöldmat er áætlað að lesa nokkrar sögur úr heimi áströlsku frumbyggjanna.

July 20, 2006

indverskur => salat daginn eftir

gerði indverskan mat um daginn:

-kjúklingabringa
-tómatþykkni (puree)
-hrein jógúrt
-brokkolí
-kartöflur
-gulrætur
-chilli, cumin (ekki það sama og kúmen!), svartur pipar, garam masala, fennel, engifer, hvítlauk, koríander og kanil.
kjúklingurinn steiktur á pönnunni, hinu blandað við og látið malla í smá tíma og svo kryddað.
hrísgrjón og indverskt brauð með.

bragðið fínt og alles, bara doldið mikið þungt í magann.....þannig að daginn eftir hafði mín varla lyst á morgunmat. af sömu ástæðu varð kvöldmaturinn það kvöldið í léttari kantinum (salat með kjúklingabringu):

-kjúklingabringa steikt í kryddblöndu a´la Katrín Ásta
-iceberg
-önnur tegund af salati, eitthvað krullað grænt salat
-rauð paprika
-tómatur
-svartar ólífur
-rauðlaukur
-extra virgin ólífuolía
-balsamik edik
-hnetur og furuhnetur

skar niður allt græna dótið. ristaði hneturnar á pönnu, steikti kjúklinginn í kryddblöndunni og setti þetta á toppinn á salatinu. blandaði saman olíunni og balsamid edikinu og bragðbætti salatið. stökkar ostastangir með, settu alveg punktinn yfir i-ið.

ansi gott barasta :o)

July 19, 2006

ástin

brosið þitt, röddin, meira að segja prumpulyktin líka
hláturinn, húmorinn
sakna þess alls

líka að haldast í hendur
drekka kaffi saman
-þó ég drekki kaffi með öðru fólki, þá er það ekki eins-

það vantar þig

fyrstu dagarnir eftir að þú fórst voru lengi að líða
ef ég hugsaði um þig komu tár í augun

heitir þetta ást? ég held það barasta

ætla ekki að vera sorgmædd og sakna
það bara gengur ekki
hugsa fram á við, njóta þess sem ég upplifi hér

ástin er í hjartanu og fer ekki burt
ég hlakka til nóvember

July 17, 2006

vatnsdroparáðstefna (rigning)

smá rigning í gær
líka daginn þar á undan
og reyndar líka daginn á undan þeim degi
þungskýjað í dag, ætli hann rigni?

einhvern veginn svona hafa síðustu dagarnir verið. vatnsdroparáðstefna (rigning) eða hann er þungskýjaður og rétt svo hangir þurr. gerir það að verkum að loftrakinn verður mikill, handklæðið inni á baði er rennandi blautt eða í besta falli hálfrakt. það nær aldrei að þorna alveg.

akkurat núna er um 90% loftraki.

ef það rignir á eftir, munu regndroparnir detta beint niður. það er nefnilega svo lítill vindur. þá er sko stórskemmtilegt að eiga regnhlíf og spóka sig um :o)

July 13, 2006

myndir

~nýjar myndir á myndasíðunni~
mest gaman að skoða þær sem slideshow :o)

July 10, 2006

einkunnir

Einkunnirnar fyrir síðustu önn voru birtar í dag.

Bros út að eyrum segir allt sem segja þarf :o)

July 6, 2006

durian

Var að bragða á mat með durian bragði í annað sinn á ævinni. Ekki get ég sagt að bragðið venjist...

Smá meir um durian; lyktin er ólýsanlega ógeðsleg, bragðið jafnvel enn verra. Bæði minnir einna helst á verulega skemmda vanillu eða fisk. Einfaldlega ógeð.

Jæja jæja, labbaði framhjá ísbúð og sá að durian ís var í boði í dag. Vitandi það að kærastinn hafði ekki bragðað á herlegheitunum, hvatti ég gæjann til að prófa. Það er nú ekki á hverjum degi sem svona tækifæri gefst.

"Hafið þið prófað durian áður?" spurði ísdaman. Og það er nottla ástæða fyrir þessari spurningu, öll ísbúðin angaði af þessari hrikalega óskemmtilegu durian lykt. Ein durian ískúla sett í box, ein súkkulaðikúla líka. Tyllum okkur á stóla fyrir utan ísbúðina, ísboxið sett á borðið og skeiðunum dýft í durianið. Einn tveir og....upp í munn....ekki svo slæmt....en allt í einu kemur þessi roooookna gretta á gæjann minn og ætli svipurinn á mér hafi ekki verið svipaður. Þvílíkt og annað eins ullabjakk!!! Annað okkar var kjarkaðra (eða þrjóskara) en hitt og kláraði durianísinn í boxinu. Hinn aðilinn sat á móti og hló að viðurstyggilega svipnum sem birtist eftir hverja durian skeið. Svo má nú alveg giska á hver sá þrjóski var...

Allavega, ísinn var kláraður og hann verður ekki keyptur aftur. Nema kannski ég fái þá hugmynd að kynna þetta fyrir öðru fólki sem kemur í heimsókn hingað til Melbourne, hehe :o) spurning hvort einhver þori...

Sitjum hérna við tölvu, öngum af yndislegri durian lykt. Yndisleg bræla já. Sat strákur hérna við hliðina á okkur, hann er löngu farinn. Ætli hann hafi ekki flúið durian stybbuna af okkur?

July 4, 2006

vínraki

Setti í þvottavél, þrír dagar síðan. Enn hangir þvotturinn á þvottagrindinni, rennandi blautur.

Jahá.

Það er greinilega eilítið erfitt fyrir þvottinn að þorna þegar rakinn umhverfis er of mikill. Spurning hvort fötin fái ekki bara að hristast í þurrkaranum í kvöld...svona svo það komi ekki fram rakaskemmdir á veggjunum í litlu íbúðinni minni.

En að allt öðru; prógrammi dagsins í dag. Fótunum var dinglað út um hliðarnar á Puffing Billy (gufulest), ferlega gaman. Tútúúúú og lestin rúllaði rólega af stað um sveitina. Ferguson, Richmond og Chandon vínhúsin voru líka heimsótt í dag. Nokkur vínglös runnu ljúflega niður, en ekki hvað. Skemmtilegast var þó að prófa freyðandi rauðvín, doldið örruvísi!

Áströlsk vín, áströlsk country tónlist um hann Ned Kelly, grillað ástralskt nautakjöt á teini, brauð og ostar. Stúlkan í vetrarfríi. Held barasta þetta gerist varla betra :o)

July 3, 2006

St Kilda Beach

Ooohhh...það er svo gaman að kíkja niður á strönd :o)
Hvítur sandurinn, fallegur sjórinn, kvakandi fuglar og snoturt útsýni. Heiður himinn og sól. Litlar sjoppur sem selja ís og kalda drykki, kemur sér sko vel í hitanum. Ó beibí....þetta er svo ljúft.

Þennan daginn er ströndin tóm, við erum eina fólkið að spóka okkur í hvíta sandinum. Bikiníið og strandhandklæðið "gleymdist" heima. Sjórinn er hvítfissandi. Er fegnust því að vera í hlýrri úlpu, með trefil um hálsinn og vettlinga á puttunum. Það er nefnilega vetur, rok og vel kalt. Þarna út úr einu húsinu sprettur kall í sundskýlu og arkar út í sjóinn. Sá er hugaður.

Röltum okkur frá ströndinni. Í næstu götu leynast nokkrar kökubúðir, ómótstæðilega girnilegar kökur og sætabrauð í gluggunum. Það er allt í lagi þó litlu ís/kaldadrykks sjoppurnar á ströndinni hafi verið lokaðar, það er sko miklu betra að fá sér heitt mokka kaffi og súkkulaðiköku í vetrarkuldanum :o)
mortgage brokers
mortgage brokers Counter