July 3, 2006

St Kilda Beach

Ooohhh...það er svo gaman að kíkja niður á strönd :o)
Hvítur sandurinn, fallegur sjórinn, kvakandi fuglar og snoturt útsýni. Heiður himinn og sól. Litlar sjoppur sem selja ís og kalda drykki, kemur sér sko vel í hitanum. Ó beibí....þetta er svo ljúft.

Þennan daginn er ströndin tóm, við erum eina fólkið að spóka okkur í hvíta sandinum. Bikiníið og strandhandklæðið "gleymdist" heima. Sjórinn er hvítfissandi. Er fegnust því að vera í hlýrri úlpu, með trefil um hálsinn og vettlinga á puttunum. Það er nefnilega vetur, rok og vel kalt. Þarna út úr einu húsinu sprettur kall í sundskýlu og arkar út í sjóinn. Sá er hugaður.

Röltum okkur frá ströndinni. Í næstu götu leynast nokkrar kökubúðir, ómótstæðilega girnilegar kökur og sætabrauð í gluggunum. Það er allt í lagi þó litlu ís/kaldadrykks sjoppurnar á ströndinni hafi verið lokaðar, það er sko miklu betra að fá sér heitt mokka kaffi og súkkulaðiköku í vetrarkuldanum :o)

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»

8:59 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter