Vorið
Hef sofið alveg sérdeilis illa undanfarnar nætur. Hef ekki getað sofnað, vakna 20x yfir nóttina, er sjóðandi heitt og sef laust. Gerir það að verkum að daginn eftir hefur stúlkan verið hálfsofin og þreytt eftir því. Frekar óþægilegt.
Hvað veldur????
Eftir smá spekúleringar....
þá held ég barasta að vorið sé komið, eða er alveg að koma.
Lofthitinn er orðinn ögn meiri og sólin lætur undan sýniþörfinni.
Viðeigandi kælingarráðstafanir voru gerðar og stúlkan svaf mjög vel síðustu nótt :o)
Vorið já.
Úlpa eða hlý peysa er algjört bull yfir hlýjasta tíma dagsins. Stuttermabolur, það er sko málið.
Og sólgleraugu.
Langaði ekkert að fara inn og læra í dag. Veðrið svo gott, jú sí...lét undan, tyllti mér á bekk og sötraði ávaxta/jógúrthristing af mestu ánægju :o)
Treflar og vettlingar fáséð fyrirbæri, orðin safngripir þangað til næsta haust.
Kærustupör aftur farin að kúrast og knúsast í grasinu fyrir framan Fylkisbókasafnið. Fólk að tylla sér á bekki og glugga í blöð eða gæða sér á einhverju nammigotti.
Virkar á mig álíka mikið merki um vor/sumar og yfirfullar sundlaugarnar eða Austurvöllurinn á góðum íslenskum sumardegi.
Hvað veldur????
Eftir smá spekúleringar....
þá held ég barasta að vorið sé komið, eða er alveg að koma.
Lofthitinn er orðinn ögn meiri og sólin lætur undan sýniþörfinni.
Viðeigandi kælingarráðstafanir voru gerðar og stúlkan svaf mjög vel síðustu nótt :o)
Vorið já.
Úlpa eða hlý peysa er algjört bull yfir hlýjasta tíma dagsins. Stuttermabolur, það er sko málið.
Og sólgleraugu.
Langaði ekkert að fara inn og læra í dag. Veðrið svo gott, jú sí...lét undan, tyllti mér á bekk og sötraði ávaxta/jógúrthristing af mestu ánægju :o)
Treflar og vettlingar fáséð fyrirbæri, orðin safngripir þangað til næsta haust.
Kærustupör aftur farin að kúrast og knúsast í grasinu fyrir framan Fylkisbókasafnið. Fólk að tylla sér á bekki og glugga í blöð eða gæða sér á einhverju nammigotti.
Virkar á mig álíka mikið merki um vor/sumar og yfirfullar sundlaugarnar eða Austurvöllurinn á góðum íslenskum sumardegi.
2 Comments:
Má ég kíkja til þín aftur til að upplifa ástralsk vor?
jahá, alveg endilega :o)
og ekki bara til að upplifa vor - heldur vor, sumar, haust, vetur, vor, sumar, ..... held það væri skemmtilegast ;o)
Post a Comment
<< Home