July 4, 2006

vínraki

Setti í þvottavél, þrír dagar síðan. Enn hangir þvotturinn á þvottagrindinni, rennandi blautur.

Jahá.

Það er greinilega eilítið erfitt fyrir þvottinn að þorna þegar rakinn umhverfis er of mikill. Spurning hvort fötin fái ekki bara að hristast í þurrkaranum í kvöld...svona svo það komi ekki fram rakaskemmdir á veggjunum í litlu íbúðinni minni.

En að allt öðru; prógrammi dagsins í dag. Fótunum var dinglað út um hliðarnar á Puffing Billy (gufulest), ferlega gaman. Tútúúúú og lestin rúllaði rólega af stað um sveitina. Ferguson, Richmond og Chandon vínhúsin voru líka heimsótt í dag. Nokkur vínglös runnu ljúflega niður, en ekki hvað. Skemmtilegast var þó að prófa freyðandi rauðvín, doldið örruvísi!

Áströlsk vín, áströlsk country tónlist um hann Ned Kelly, grillað ástralskt nautakjöt á teini, brauð og ostar. Stúlkan í vetrarfríi. Held barasta þetta gerist varla betra :o)

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

húff raki... hér er sko 33°C og rúmlega það, alveg að steikjast og það er sko ekki mikill áhugi fyrir súkkulaðiköku eða nautasteik eða einhverju þannig, hér er það bara vökvi og ís og kannski eitthvað nart þess á milli í smá kjúlla. Alveg ofur heitar kveðjur frá DK Heiðdís

4:23 PM  
Blogger Katrin said...

hehe, bestu kvedjur i solina i dk :o)

7:44 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter