July 28, 2006

Melbornska Melabandið

jebb, kikkaði á tónleika hjá sinfoníuhljómsveit Melbourne síðasta fimmtudag. var alveg hreint stórfínt :o)

að utan lætur listamiðstöðin (tónleikahúsið) ekkert mikið yfir sér, ok smá stórt hús en ekkert svo. en þegar inn var komið......
húsið á amk fjórum hæðum

hlustendabekkirnir á fjórum hæðum
rúllustigi og alles til að færa fólkið milli hæða
-þvílíkt hús-

sætið mitt leyndist á fjórðu hæðinni, alveg fyrir miðju (beint á móti hljómsveitinni). príma góð staðsetning. horfði eiginlega ofan á hausana á spilurunum. það var soldið skrítið.


fínasta dagskrá; Koehne (Nocturne No. 1 - Twilight) , Rachmaninov (Rhapsody on a Theme of Paganini) og R. Strauss (An Alpine Symphony).

bandið var ansi öflugt á tímabili, td 8 kontrabassar, 5 básúnur, 2 hörpur, 9 horn og óteljandi fiðlur (ok, ansi margar fiðlur). 5 slagverksleikarar.

gaman að fara á góða tónleika :o)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter