July 24, 2006

fyrsti skóladagurinn og Ballarat

einhverjir þrjótar að skemmileggja kommentin á síðunni...iss iss
en endilega, ættingjar og vinir, ekki hætta að setja inn komment. núna þarf sá sem kommentar bara að stimpla inn nokkra bókstafi og ýta á hnappinn innskráning og birta (login and publish).

jæja jæja...

Fyrsti skóladagurinn á þessari önn var í dag. Bara fínt að byrja aftur í skólanum, byrja aftur í SLP, hitta félagana og nýtt fólk.
Og nottla fá nokkur verkefni :o)

Kíkti út fyrir borgina um síðustu helgi. Fór í aðra borg, hehe. Svona smá ferðalag, stórfínt. Staðurinn var Ballarat, um 80.000 manna borg í um 1,5 klukkustundar fjarlægð frá Melbourne í lest. Virkaði á mig sem pínulítið þorp - ferlega rólegt og afslappað.


Hús í Ballarat, húsið vinstra megin er hótel.


Í Ballarat er verksmiðja þar sem þekkt nammigott er búið til...

Kíkti líka á útgáfu af lífinu eins og það var kannski á árunum um og uppúr 1850. Gullárabær; gamaldags hús, fólk í fötum þess tíma, verslanir sem seldu td. brjóstsykur, bróderí, kengúruhatta og tréleikföng. Smelli inn nýjum myndapakka með myndum frá Ballarat og fleiru, á morgun. Á morgun segir sá lati, en hva, það er kominn tími á kvöldmat hérna megin á kringlunni...og eftir kvöldmat er áætlað að lesa nokkrar sögur úr heimi áströlsku frumbyggjanna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter