durian
Var að bragða á mat með durian bragði í annað sinn á ævinni. Ekki get ég sagt að bragðið venjist...
Smá meir um durian; lyktin er ólýsanlega ógeðsleg, bragðið jafnvel enn verra. Bæði minnir einna helst á verulega skemmda vanillu eða fisk. Einfaldlega ógeð.
Jæja jæja, labbaði framhjá ísbúð og sá að durian ís var í boði í dag. Vitandi það að kærastinn hafði ekki bragðað á herlegheitunum, hvatti ég gæjann til að prófa. Það er nú ekki á hverjum degi sem svona tækifæri gefst.
"Hafið þið prófað durian áður?" spurði ísdaman. Og það er nottla ástæða fyrir þessari spurningu, öll ísbúðin angaði af þessari hrikalega óskemmtilegu durian lykt. Ein durian ískúla sett í box, ein súkkulaðikúla líka. Tyllum okkur á stóla fyrir utan ísbúðina, ísboxið sett á borðið og skeiðunum dýft í durianið. Einn tveir og....upp í munn....ekki svo slæmt....en allt í einu kemur þessi roooookna gretta á gæjann minn og ætli svipurinn á mér hafi ekki verið svipaður. Þvílíkt og annað eins ullabjakk!!! Annað okkar var kjarkaðra (eða þrjóskara) en hitt og kláraði durianísinn í boxinu. Hinn aðilinn sat á móti og hló að viðurstyggilega svipnum sem birtist eftir hverja durian skeið. Svo má nú alveg giska á hver sá þrjóski var...
Allavega, ísinn var kláraður og hann verður ekki keyptur aftur. Nema kannski ég fái þá hugmynd að kynna þetta fyrir öðru fólki sem kemur í heimsókn hingað til Melbourne, hehe :o) spurning hvort einhver þori...
Sitjum hérna við tölvu, öngum af yndislegri durian lykt. Yndisleg bræla já. Sat strákur hérna við hliðina á okkur, hann er löngu farinn. Ætli hann hafi ekki flúið durian stybbuna af okkur?
Smá meir um durian; lyktin er ólýsanlega ógeðsleg, bragðið jafnvel enn verra. Bæði minnir einna helst á verulega skemmda vanillu eða fisk. Einfaldlega ógeð.
Jæja jæja, labbaði framhjá ísbúð og sá að durian ís var í boði í dag. Vitandi það að kærastinn hafði ekki bragðað á herlegheitunum, hvatti ég gæjann til að prófa. Það er nú ekki á hverjum degi sem svona tækifæri gefst.
"Hafið þið prófað durian áður?" spurði ísdaman. Og það er nottla ástæða fyrir þessari spurningu, öll ísbúðin angaði af þessari hrikalega óskemmtilegu durian lykt. Ein durian ískúla sett í box, ein súkkulaðikúla líka. Tyllum okkur á stóla fyrir utan ísbúðina, ísboxið sett á borðið og skeiðunum dýft í durianið. Einn tveir og....upp í munn....ekki svo slæmt....en allt í einu kemur þessi roooookna gretta á gæjann minn og ætli svipurinn á mér hafi ekki verið svipaður. Þvílíkt og annað eins ullabjakk!!! Annað okkar var kjarkaðra (eða þrjóskara) en hitt og kláraði durianísinn í boxinu. Hinn aðilinn sat á móti og hló að viðurstyggilega svipnum sem birtist eftir hverja durian skeið. Svo má nú alveg giska á hver sá þrjóski var...
Allavega, ísinn var kláraður og hann verður ekki keyptur aftur. Nema kannski ég fái þá hugmynd að kynna þetta fyrir öðru fólki sem kemur í heimsókn hingað til Melbourne, hehe :o) spurning hvort einhver þori...
Sitjum hérna við tölvu, öngum af yndislegri durian lykt. Yndisleg bræla já. Sat strákur hérna við hliðina á okkur, hann er löngu farinn. Ætli hann hafi ekki flúið durian stybbuna af okkur?
3 Comments:
:) Hahaha!! :P
En Katrín, ef þú pælir í því... - hefurðu ekki bara prófað dúrían í sjeik eða sem ís? Ætlarðu aldrei að smakka ávöxtinn sjálfan...? Kannski er hans eins ljúffengur og maðurinn í Etosha sagði okkur... Við vitum það ekki fyrr en við prófum það... Tja... Líklegt... ;)
hehe, glææææætan að ég prófi ávöxtinn sjálfan :o)
Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»
Post a Comment
<< Home