September 28, 2006
September 25, 2006
skólafrí
Þetta annarfrí þýðir 10 daga frí fyrir mig. Allt í einu er fimm daga frí orðið að 10. Ekki amalegt sko! Helgar bætast við báða enda frísins og svo er enginn skóli hjá mér á föstudögum.
´etta er sko næs :o)
September 22, 2006
grillið
þar sýndi stelpan pulsugrillun og pulsusnúning (lært á ónefndri bensínstöð fyrir nokkrum árum).
Símtal í gær:
JT: Hæ Katrín, JúTsjin hér. Hvernig hefuru það?
K: Nei, hæ, JúTsjin. Fínt takk, og þú?
JT: Katrín, ertu upptekin í hádeginu á morgun og seinnipartinn í dag? Er nefnilega að skipuleggja smá SLP grill og vantar sárlega einhvern með mér í innkaupin og aðstoða með grillið.
K: Já, alveg rétt JúTsjin...grillið er á morgun. Ekki málið, get hitt þig kl 3:30 og við getum farið í búðina. Reynum að fá fleiri með okkur.
Grilluðum myndarlega hrúgu af pulsum ofan í SLP félaga í hádeginu í dag. Pulsur, gos, snakk, svangir skólafélagar. Spjallað og smjattað á dýrindis pulsum í sól og smá golu.
Þrifin á grillinu fengu sína athygli, þrifum grillið með dökklituðum gosdrykk (einhver sýra í drykknum er víst voða öflugt þrifnaðarefni!)
Ohh, það er svo gaman í skólanum!! :o)
September 19, 2006
nammigott
Í litla eldhúsinu við Vale Street er stelpa ein stundum að prófa nýja hluti, eitthvað nýtt í kvöldmat. Þetta er í uppáhaldinu:
KJÚKLINGUR MEÐ COUS COUS OG AVOCADO/SVEPPUM
kjúklingur: olía hituð á pönnu, cumin, chilliduft, engifer, hvítlaukur bætt við og kjötið steikt
cous cous: gert skv leiðbeiningum á pakkanum, salta smá og bæta við oggulítið af olíu
avocado og sveppir: steikja sveppi, bæta þeim út í smá maukað avocadoið. Krydda með sítrónusafa, cayenne pipar, koriander og cumin.
TÍGRISRÆKJUR Í THAI SWEET CHILLI SÓSU
olía, laukur, hvítlaukur, engifer, basil, chilli, tígrisrækjur, thai sweet chilli sósa, fiskisósa, smá vatn
Laukur steiktur í olíunni, kryddið sett á pönnuna og tígrisrækjurnar. Restinni bætt við, hitað í örstuttan tíma. Rækjurnar eru til þegar þær krulla sig upp.
SÚPA MEÐ KJÚKLING, BROKKOLÍ, KARTÖFLUM OG MAÍS
olía, laukur, kjúklingabringa, sojamjólk, mjólk, brokkolí, kartöflur, maískorn, koríander, engifer, svartur pipar, hvítlaukur, chilli
Steikja lauk á pönnu. Steikja kjúkling í pott. Bæta við sojamjólk og smá af mjólk (ef vill). Láta suðuna koma upp, bæta við kartöflum. Sjóða í 10 mínútur. Bæta restinni við.
September 17, 2006
lið
manstu, að það var alltaf einn sem kom með flestar hugmyndirnar og var þessi skapandi/listræni?
Og einum var umhugað um að fólkið í liðinu hefði það gott og hlustaði vel?
Sá þriðji var eiginlega með fullkomnunaráráttu, las yfir verkefnið áður en því var skilað, lagaði allar stafsetnignarvillurnar og svoleiðis?
Æi, síðan var sá fjórði sem var svo stjórnsamur...
Í hóp (liði) í gegnum árin, hefur þú oft verið í sama hlutverkinu?
Það virðist einhvern veginn vera þannig, að í hópum (liðum) virðist fólk oft leita í sömu hlutverkin - það/þau hlutverk sem liggja best fyrir viðkomandi. Auðvitað getur þetta svo breyst með tímanum.
Þessi hlutverk koma með ýmsa kosti inn í liðið og líka galla. Til dæmis þessi sem vildi endilega laga allar stafsetningarvillurnar, segir að verkefnið sé alveg handónýtt með öllum þessum innsláttarvillum. Getur virkað mjög smámunasamur, stressaður eða pirrandi á aðra aðila í hópnum.
Hvernig væri að reyna vera meðvitaður um sína eigin kosti og galla og reyna skilja kosti og galla allra aðila í hópnum? Það gæti kannski leitt til öflugri og skilvirkari hóps? :o)
(mæli með því að kíkja á þetta hér um hlutverk í hópum)
September 14, 2006
riiiiiiiisasýning
-og fullt af mat. Brauð, kökur, sætabrauð, kjöt, fiskur, paté, ís, vatn, súkkulaði, olíur, krydd, vín, ostar, te, kaffi, asiskur matur, asiskir drykkir.
Smakkaði
**tasmanskt lambakjöt, svaaaaakalega gott!
**tasmanskan lax, heitreyktan og kaldreyktan. Athyglisvert að finna muninn.
**ís, sem hefur hlotið nokkur verðlaun. Nammigott.
Smakkaði
**kínverksa dumplings
**súkkulaði
**ávaxtasafa og gosdrykk með ávaxtabragði
**súkkulaði með plómufyllingu og aðra týpu með roseberries
**reykta önd
**ís. Ekkert spes, alltof harður.
Smakkaði
**alls konar brauð og sætabrauð
**osta
**lambakjöt og nautakjöt
**rautt mexikósnakk, grænt mexíkósnakk. Skærrauður og skærgrænn litur frekar fælandi á snakki.
**ís. Sendinn á tungunni, ekkert spes ís.
Smakkaði
**macadamia hnetur og macadamia olíu
**hrisgrjónamjólk og hrísgrjónamjólk með viðbættu próteini
**ís, allt í lagi týpa
**vatn með ávaxtabragði
**reyktan lax
**hvítvín
Smakkaði
**risarækjur
**kræklinga og clams
**súkkulaðibúðing....hriiikalega góður!
**pizzu
**grískan, steiktan ost (Saganaki) - öðruvísi, gott, gott, gott :o)
**plómubúðingur
**gulrótarmauk ofan á brauð
**súkkulaðihúðaðar kaffibaunir
**ís.
~er hálf bumbult núna, kannski ekki skrýtið!~
tveir pokar fullir af góðgæti fylgja mér heim....maður fékk sko almennilegt nesti á sýningunni ;o)
September 12, 2006
6 litlar vikur....
á þessum litla tíma á svooooo margt eftir að gerast, td klára nokkur verkefni, SLPast heilan helling og ég veit ekki hvað og hvað
-úff púff-
Veðrið ískyggilega gott, hvernig á maður að tolla inni til að læra?
Þónokkur verkefni sem þarf að skila.
Æi, ætli maður verði ekki að hanga inni...
September 9, 2006
indverskir dagar
-viðburðurinn sem hafði verið planaður með litlum fyrirvara varð að veruleika-
Stelpur í sarí eða öðrum indverskum fötum. Strákar í síðum, víðum kuflum.
Dúndrandi Bollywood tónlist. Indverjarnir alveg með hreyfingarnar og dansinn á tæru. Mjúkar mjaðmahreyfingar, hendurnar liðast um, axlirnar hristar. Ekki indverjar voru bara pínulítið stirðari í hreyfingum ;o)
Hópdans, hringdans, alls konar dans.
Bros, kæti, gleði og hlátur.
September 6, 2006
Hvað þarf að gera?
Ehh....
Nokkur atriði:
- finna hentugan stað, ódýran, nógu stóran fyrir 150/200 manns, með bar og öryggisgæslu, líka skoða hvort staðsetningin sé hentug
- auglýsa stuðið, nota til dæmis email, sms, lítil dreifirit, prenta plaköt og smella þeim á valda fleti í skólanum, virkja tenglslanetið, láta orðið berast. tók smá tíma að hanna plakatið...
- selja miða, auðvitað hann þá og prenta fyrst!
- finna skífuþeyti (DJ), ganga úr skugga um að allur skífuþeytibúnaður virki, ef ekki, hvað vantar? hvar fæst það og hver er kostnaðurinn?
- finna sjálfboðaliða til að aðstoða, upplýsa þá um tilgang viðburðarins, hvar, hvenær og allt það...
- umsjónarmaður sjálfboðaliða
- fjármálamanneskja
- græja alls konar smáatriði (td danskennslu, danssýningu, fjáröflunarskemmtiatriði og fleira og fleira)
Tíminn hefur verið mjög knappur til að undirbúa þennan viðburð. En einhvern veginn, þá er þetta allt að smella saman. Ekki seinna vænna, föstudagur er dagurinn. Virkja félagana í liðinu, hvetja fólk áfram. Gera atburðinn að veruleika - sem lið.
Mikið roooosalega hef ég lært mikið á því að leiða þetta verkefni....