September 22, 2006

grillið

Jæja já....
þar sýndi stelpan pulsugrillun og pulsusnúning (lært á ónefndri bensínstöð fyrir nokkrum árum).

Símtal í gær:
JT: Hæ Katrín, JúTsjin hér. Hvernig hefuru það?
K: Nei, hæ, JúTsjin. Fínt takk, og þú?
JT: Katrín, ertu upptekin í hádeginu á morgun og seinnipartinn í dag? Er nefnilega að skipuleggja smá SLP grill og vantar sárlega einhvern með mér í innkaupin og aðstoða með grillið.
K: Já, alveg rétt JúTsjin...grillið er á morgun. Ekki málið, get hitt þig kl 3:30 og við getum farið í búðina. Reynum að fá fleiri með okkur.

Grilluðum myndarlega hrúgu af pulsum ofan í SLP félaga í hádeginu í dag. Pulsur, gos, snakk, svangir skólafélagar. Spjallað og smjattað á dýrindis pulsum í sól og smá golu.
Þrifin á grillinu fengu sína athygli, þrifum grillið með dökklituðum gosdrykk (einhver sýra í drykknum er víst voða öflugt þrifnaðarefni!)

Ohh, það er svo gaman í skólanum!! :o)

4 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Mig langar í pylsu ;)

10:13 AM  
Blogger Katrin said...

hehe, pylsurnar voru líka rosa góðar :o)

6:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehe kók er hægt að nota á ýmsan máta, annars finnst mér best að drekka það en kannski ekki svo gott mál fyrir tennurnar, nema þær hreinsist bara fyrir vikið;-)
knús heiðdís

3:46 PM  
Blogger Katrin said...

hehe...virkaði vel á grillið en ætli tannkremið sé ekki betra til ad hreinsa tennurnar :D

5:51 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter