September 14, 2006

riiiiiiiisasýning

Fór á riiiiisa matvælasýningu í dag. Nokkrar laugardalshallir þarna á ferðinni. Fullt af alls konar græjum, grænmetisbrytjurum, tækjum sem skera í sneiðar, litlar pökkunarvélar, vél sem vefur nori (þangpappírinn) utan um sushi!, ávaxtapressur, ofnar, kælar, ......ekki fyrir stórar verksmiðjur, heldur meira miðað á lítil fyrirtæki og hótel. Margt athyglisvert á þessari sýningu.

-og fullt af mat. Brauð, kökur, sætabrauð, kjöt, fiskur, paté, ís, vatn, súkkulaði, olíur, krydd, vín, ostar, te, kaffi, asiskur matur, asiskir drykkir.

Smakkaði
**tasmanskt lambakjöt, svaaaaakalega gott!
**tasmanskan lax, heitreyktan og kaldreyktan. Athyglisvert að finna muninn.
**ís, sem hefur hlotið nokkur verðlaun. Nammigott.

Smakkaði
**kínverksa dumplings
**súkkulaði
**ávaxtasafa og gosdrykk með ávaxtabragði
**súkkulaði með plómufyllingu og aðra týpu með roseberries
**reykta önd
**ís. Ekkert spes, alltof harður.


Smakkaði
**alls konar brauð og sætabrauð
**osta
**lambakjöt og nautakjöt
**rautt mexikósnakk, grænt mexíkósnakk. Skærrauður og skærgrænn litur frekar fælandi á snakki.
**ís. Sendinn á tungunni, ekkert spes ís.

Smakkaði
**macadamia hnetur og macadamia olíu
**hrisgrjónamjólk og hrísgrjónamjólk með viðbættu próteini
**ís, allt í lagi týpa
**vatn með ávaxtabragði
**reyktan lax
**hvítvín


Smakkaði
**risarækjur
**kræklinga og clams
**súkkulaðibúðing....hriiikalega góður!
**pizzu
**grískan, steiktan ost (Saganaki) - öðruvísi, gott, gott, gott :o)
**plómubúðingur
**gulrótarmauk ofan á brauð
**súkkulaðihúðaðar kaffibaunir
**ís.

~er hálf bumbult núna, kannski ekki skrýtið!~

tveir pokar fullir af góðgæti fylgja mér heim....maður fékk sko almennilegt nesti á sýningunni ;o)

2 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Safeway fer á hausinn ef þú kemur ekki við hjá þeim a.m.k. 2.hvern dag. Nú stefnir í að þú þurfir ekki að fara þangað í dágóðan tíma ;)

9:16 AM  
Blogger Katrin said...

hehe... ;o)

9:19 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter