nammigott
Í litla eldhúsinu við Vale Street er stelpa ein stundum að prófa nýja hluti, eitthvað nýtt í kvöldmat. Þetta er í uppáhaldinu:
KJÚKLINGUR MEÐ COUS COUS OG AVOCADO/SVEPPUM
kjúklingur: olía hituð á pönnu, cumin, chilliduft, engifer, hvítlaukur bætt við og kjötið steikt
cous cous: gert skv leiðbeiningum á pakkanum, salta smá og bæta við oggulítið af olíu
avocado og sveppir: steikja sveppi, bæta þeim út í smá maukað avocadoið. Krydda með sítrónusafa, cayenne pipar, koriander og cumin.
TÍGRISRÆKJUR Í THAI SWEET CHILLI SÓSU
olía, laukur, hvítlaukur, engifer, basil, chilli, tígrisrækjur, thai sweet chilli sósa, fiskisósa, smá vatn
Laukur steiktur í olíunni, kryddið sett á pönnuna og tígrisrækjurnar. Restinni bætt við, hitað í örstuttan tíma. Rækjurnar eru til þegar þær krulla sig upp.
SÚPA MEÐ KJÚKLING, BROKKOLÍ, KARTÖFLUM OG MAÍS
olía, laukur, kjúklingabringa, sojamjólk, mjólk, brokkolí, kartöflur, maískorn, koríander, engifer, svartur pipar, hvítlaukur, chilli
Steikja lauk á pönnu. Steikja kjúkling í pott. Bæta við sojamjólk og smá af mjólk (ef vill). Láta suðuna koma upp, bæta við kartöflum. Sjóða í 10 mínútur. Bæta restinni við.
6 Comments:
Það er suddaveður á þriðjudagsmorgni hérna á Íslandi. Það er ekki laust við að maður verði smá hungraður í þennan svaka góða mat sem var verið að lýsa hér að framan. Væri líka til í smá skammt af góða veðrinu sem er þarna hjá þér.
Jóna Prjóna
Hljómar vel nema eitt: hvítlaukur í þessu öllu! Bara einsog Mat 106 sem ég fór í í fjölbraut, kennarinn var svo "góður" að láta okkur elda amk einn rétt án hvítlauks svo ég gæti borðað með, þvi allir réttir voru með hvítlauk sem hún lét okkur elda, skil ekki alveg... fæ smá irritable bowel syndrom ef minnst er á hvítlauk... knús heiðdís
Hæ Jóna! hehe...suddaveður á Íslandinu, vorblíða hér í Melbourne. Erfitt að pakka veðrinu í tösku, mun auðveldara að prófa gera þennan mat :o)
hvítlaukurinn já...var einmitt nákvæmlega eins, fannst hvítlaukur bara ógeð - skemmdarverk á annars góðum mat! en, eitthvað hefur breyst. finnst allt í lagi að setja smá af hvítlauk, bara smá, má ekki verða of mikið...en svo er nottla ekkert mál að sleppa hvítlauknum ef þess er óskað :o)
hvítlaukur, nammi gott ;)
Mmmm... fæ alveg vatn í munninn. Þarf að prófa eitthvað af þessum uppskriftum ;o)
jamms, endilega prófa :o)
Post a Comment
<< Home