indverskir dagar
Fór með nokkrum indverskum félögum á indverskan veitingastað fyrir stuttu. Á borðinu birtist karríkjúklingur og nanbrauð. Jógúrtdrykkurinn lassí í glasi. Engin hnífapör. Rifjaði í snarheitum upp Indverskir matarsiðir 101 úr heimsreisunni. Vinstri hendin fer í frí, hægri hendi sér um að taka brauðið í bita, dýfa því í rækilega kryddað karrýið. Njóta, mmm....svooooo góður matur! :o)
-viðburðurinn sem hafði verið planaður með litlum fyrirvara varð að veruleika-
Stelpur í sarí eða öðrum indverskum fötum. Strákar í síðum, víðum kuflum.
Dúndrandi Bollywood tónlist. Indverjarnir alveg með hreyfingarnar og dansinn á tæru. Mjúkar mjaðmahreyfingar, hendurnar liðast um, axlirnar hristar. Ekki indverjar voru bara pínulítið stirðari í hreyfingum ;o)
Hópdans, hringdans, alls konar dans.
Bros, kæti, gleði og hlátur.
-viðburðurinn sem hafði verið planaður með litlum fyrirvara varð að veruleika-
Stelpur í sarí eða öðrum indverskum fötum. Strákar í síðum, víðum kuflum.
Dúndrandi Bollywood tónlist. Indverjarnir alveg með hreyfingarnar og dansinn á tæru. Mjúkar mjaðmahreyfingar, hendurnar liðast um, axlirnar hristar. Ekki indverjar voru bara pínulítið stirðari í hreyfingum ;o)
Hópdans, hringdans, alls konar dans.
Bros, kæti, gleði og hlátur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home