September 17, 2006

lið

Ef þú rifjar upp þá hópa (lið) sem þú hefur unnið í....

manstu, að það var alltaf einn sem kom með flestar hugmyndirnar og var þessi skapandi/listræni?
Og einum var umhugað um að fólkið í liðinu hefði það gott og hlustaði vel?
Sá þriðji var eiginlega með fullkomnunaráráttu, las yfir verkefnið áður en því var skilað, lagaði allar stafsetnignarvillurnar og svoleiðis?
Æi, síðan var sá fjórði sem var svo stjórnsamur...

Í hóp (liði) í gegnum árin, hefur þú oft verið í sama hlutverkinu?

Það virðist einhvern veginn vera þannig, að í hópum (liðum) virðist fólk oft leita í sömu hlutverkin - það/þau hlutverk sem liggja best fyrir viðkomandi. Auðvitað getur þetta svo breyst með tímanum.

Þessi hlutverk koma með ýmsa kosti inn í liðið og líka galla. Til dæmis þessi sem vildi endilega laga allar stafsetningarvillurnar, segir að verkefnið sé alveg handónýtt með öllum þessum innsláttarvillum. Getur virkað mjög smámunasamur, stressaður eða pirrandi á aðra aðila í hópnum.

Hvernig væri að reyna vera meðvitaður um sína eigin kosti og galla og reyna skilja kosti og galla allra aðila í hópnum? Það gæti kannski leitt til öflugri og skilvirkari hóps? :o)

(mæli með því að kíkja á þetta hér um hlutverk í hópum)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter