September 6, 2006

Hvað þarf að gera?

Hvað þarf að gera fyrir eitt stykki Bollywood partý fyrir um 150 manns (ágóðinn rennur til góðgerðasamtaka)?

Ehh....

Nokkur atriði:
  • finna hentugan stað, ódýran, nógu stóran fyrir 150/200 manns, með bar og öryggisgæslu, líka skoða hvort staðsetningin sé hentug
  • auglýsa stuðið, nota til dæmis email, sms, lítil dreifirit, prenta plaköt og smella þeim á valda fleti í skólanum, virkja tenglslanetið, láta orðið berast. tók smá tíma að hanna plakatið...
  • selja miða, auðvitað hann þá og prenta fyrst!
  • finna skífuþeyti (DJ), ganga úr skugga um að allur skífuþeytibúnaður virki, ef ekki, hvað vantar? hvar fæst það og hver er kostnaðurinn?
  • finna sjálfboðaliða til að aðstoða, upplýsa þá um tilgang viðburðarins, hvar, hvenær og allt það...
  • umsjónarmaður sjálfboðaliða
  • fjármálamanneskja
  • græja alls konar smáatriði (td danskennslu, danssýningu, fjáröflunarskemmtiatriði og fleira og fleira)

Tíminn hefur verið mjög knappur til að undirbúa þennan viðburð. En einhvern veginn, þá er þetta allt að smella saman. Ekki seinna vænna, föstudagur er dagurinn. Virkja félagana í liðinu, hvetja fólk áfram. Gera atburðinn að veruleika - sem lið.

Mikið roooosalega hef ég lært mikið á því að leiða þetta verkefni....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter