loksins - blogg :o)
Obbosí....heldur betur kominn tími á blogg!
Undanfarnir dagar hafa verið mjög skemmtilegir, enginn skóli. Einungis hið ljúfa líf dag eftir dag eftir dag. Njóta vinanna, sumarsins og lífsins. Held að nokkrar myndir lýsi þessu miklu betur....
Okkie, Gowri og Katrín á Hispanic Fiesta. Mikið stuð og enn meira um kvöldið. Dúndrandi salsatónlist út um allt.
Smakkaði þetta (churros, er súkkulaðifyllt og djúpsteikt), namminamm :o)
Eftir Hispanic Fiesta, var Pannacotta heima hjá Okkie....
....og líka heimagerð gulrótarkaka, mmmm :o)
Camillu og Gowri fannst gaman heima hjá Okkie....
og já, það var gaman...
sko rosa gaman!
Fór á grískan veitingastað með félaga mínum. Þetta var forrétturinn. Saganaki (haloumi)-steiktur ostur, NAMMM!
Hann sagði eitthvað fyndið og vatnið frussaðist næstum því út úr munninum :P
Löbbuðum á kínverskan stað sem er nálægt. Alls konar gufusoðið dæmi þar í gangi. Þarna var eftirrétturinn gripinn, egg custard bun. Ansi gott.
Og svo var brugðið á leik með myndavélina.
Eitt kvöldið var farið á Fish & Chips stað niðri á strönd. Pakkningarnar utan um matinn voru voða fansí, verið að líkja eftir því hvernig þetta var í gamladaga (pakkað í dagblöð). Djúpsteikur hákarl, djúpsteikt kartöflukaka, djúpsteiktir calamari hringir og djúpsteikt dim sum. Og auðvitað djúpsteiktar franskar kartöflur. Ferlega steikt máltíð eitthvað! :o)
Maður verður víst að setja sítrónu út á herlegheitin...
Og einn daginn var vodkafyllerí! Var nú reyndar bara vatn í þessari vodkaflösku, hehe :o)
sumar/jólafrí
Jæja já, þá eru prófin búin og sumar/jólafríið tekið við. Voða ljúft, get ekki sagt annað :o)Fyrsti sumarfrísdagurinn byrjaði reyndar ansi ósumarslega. Á hádegi var dimmt heima hjá mér, himinninn var fullur af ofurgráum skýjum. Stuttu síðar varð enn dimmara og byrjaði smá hávaði. Hvað gengur eiginlega á?? Ótrúlegt en satt, það var HAGLÉL! Og akkurat á þeim tíma, samkvæmt gæjanum í útvarpinu, var 10 stiga hiti í Melbourne. Rigndi svo og rigndi og rigndi og var skítakuldi. Kaldur, kaldur sumardagur. En nóg af þessu, yfir í stemmningu dagsins. Í miðbæ Melbourne er þónokkuð af litlum húsasundum, eru svona eitt af aðalsmerkjum borgarinnar. Stórar götur, minni götur og svo þessi litlu húsasund inn á milli. Getur orðið fínasta völundarhús fyrir fólk sem á það til að tapa áttum. Maður gæti freistast til að halda það að þessi húsasund væru ferlega ómerkileg og ekkert þar að finna. En raunin er þveröfug, í Melbourne eru litlu húsasundin ansi lífleg. Verslanir, veitingastaðir, kaffihús, bókabúðir og trúbadorar spilandi á hin ýmsu hljóðfæri. Fátæklingar, viðskiptalið, nemendur og öll flóran eiga leið hjá. Átti leið inn í eitt þessara litlu húsasunda í dag, nýtti tækifærið og kíkti inn á eitt minnsta kaffihús sem ég hef nokkurn tímann séð. Ætli svæðið fyrir viðskiptavinina og kaffibarþjóninn hafi náð 20 fermetrum? Allavega, á þessum litla fleti rúmuðust fimm agnarlítil borð þétt upp við hvort annað og svo fyrir framan þau sveif ítalski kaffibarþjónninn um gólf. Ferlega kósí. Inn á kaffihúsið komu nemendur, skrifstofudömur, viðskiptamenn og kaffibarþjónninn heilsaði flestum með nafni. Tylltu sér niður yfir girnilegu brauði eða gripu coffee-to-go. Og þegar nemendurnir, skrifstofudömurnar eða viðskiptamennirnir fóru, sögðu þau "thanks, see you tomorrow" við kaffibarþjóninn. Algjör smábæjarfílingur í borginni, yndislegt. Gæddi mér á dýrindis tyrknesku brauði með spínati, fetaosti, tómötum og grilluðu eggaldini. Gluggaði í ókeypis borgarblað og naut upplifunarinnar, lífsins.
brrrrr [kalt].....veðurspáin
Kikkaði á mbl.is og þar stóð þetta:"Veðurhorfur næsta sólarhringinnViðvörun: búist er við stormi fyrir norðan og austan land. Spá: Hvöss norðan- og norðvestanátt með snjókomu eða éljum N- og A-lands, en lægir smám saman og léttir til í dag, fyrst um vestanvert landið. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum í dag. Vaxandi SA átt og þykknar upp vestantil í kvöld. "
En girnilegt :SOg áfram heldur góðgætið..."Veðurhorfur næstu daga
Suðaustanslagviðri S- og V-lands með slyddu og síðar rigningu á sunnudag en snjókomu NA-lands. Hlýnar í veðri. Norðaustan hvassviðri á mánudag og þriðjudag með snjókomu á norðanverðu landinu. Kólandi. Áframhaldandi norðanátt með éljum á miðvikudag og fimmtudag og frost um allt land. "
Það er ekki laust við að það sé kominn nettur kvíði í kroppinn fyrir því að fara í þennan kuldabola sem er í henni Reykjavík.
jibbíí, bara eitt eftir!
JESSS, þá er þetta próf búið og bara eitt eftir. Skák og mát og megi einkunnin verða góð :o)Rétt tæplega vika í síðasta prófið...
að ferðast
Þegar maður á að vera læra.....vill hugurinn svo gjarnan fara í smá ferðalag. Ferðalag til allra heimsins landa, Nýja-Sjálands, Nígeríu, Indlands, Indónesíu og Bandaríkjanna. Fara aftur til Namibíu og Kambódíu. Tékka á Búrma, Laos. Líka Búlgaríu og Bólivíu. Sjá meira af Asíu. Og Suður-Ameríku, á hana alveg eftir. Langar líka til Afríku og sjá meira af Ástralíu. Og....Og.....Og.....Og ég vildi að ég hefði heila sundlaug af peningum til að gera þetta allt! hehe :o)Og þegar félagarnir eru við það að leggja í svaka ferðalög og aðrir að plana.... eykur það bara enn meira á löngunina. Það er svona að hafa þennan Bacterius ferdalangus. Þessa dagana er alveg óendanlega skemmtilegt að tylla sér niður með góðum félaga, deila upplifunum úr ferðalögum, skoða myndir úr ferðalögum, spjalla um ferðalög og allt á milli himins og jarðar. Þetta er reyndar gaman alla daga, en sééérlega gaman þessa dagana. Held það beri vott um smá prófstress.
Vic Market
Á heima rétt hjá Victoria Market, sem er einn af helstu mörkuðum Melbourne. Þetta er markaður þar sem er hægt að kaupa alls konar dóterí (föt, glingur, ...) og líka grænmeti, ávexti, kjöt, fisk, brauð, sætabrauð, vín og osta. Þegar ég labba í skólann, labba ég í gegnum markaðinn. Mér finnst það yndislegt, frábært. Held ég elski barasta Vic Market.
"Jarðarber á dollara!" glymur við frá einum sölumanninum, hann er svona í þéttari kantinum og með styrka rödd. Sölukona örlítið frá hefur líka sterka rödd og gnæfir yfir "eitt kíló af kirsuberjum á sex dollara, eitt kíló af kirsuberjum á sex dollara!" Stundum er mikill bardagi hjá sölumönnunum, stundum er verslunin hljóðlátari. Og fólk röltir um markaðinn með verslunarkerrurnar sínar troðfullar af gulrótum, tómötum, blaðgrænmeti og alls konar góðgæti. Gæðir sér svo kannski á litlu núgatstykki eða súkkulaðibitaköku frá sætabrauðssalanum. Rétt hjá stendur blindur maður, spilar á gítar og syngur. Hann hefur svo fallega rödd. Dýrka að heyra hann syngja, gerir alveg daginn fyrir mig.

mortgage brokers Counter