að ferðast
Þegar maður á að vera læra.....vill hugurinn svo gjarnan fara í smá ferðalag. Ferðalag til allra heimsins landa, Nýja-Sjálands, Nígeríu, Indlands, Indónesíu og Bandaríkjanna. Fara aftur til Namibíu og Kambódíu. Tékka á Búrma, Laos. Líka Búlgaríu og Bólivíu. Sjá meira af Asíu. Og Suður-Ameríku, á hana alveg eftir. Langar líka til Afríku og sjá meira af Ástralíu. Og....Og.....Og.....Og ég vildi að ég hefði heila sundlaug af peningum til að gera þetta allt! hehe :o)
Og þegar félagarnir eru við það að leggja í svaka ferðalög og aðrir að plana.... eykur það bara enn meira á löngunina.
Það er svona að hafa þennan Bacterius ferdalangus.
Þessa dagana er alveg óendanlega skemmtilegt að tylla sér niður með góðum félaga, deila upplifunum úr ferðalögum, skoða myndir úr ferðalögum, spjalla um ferðalög og allt á milli himins og jarðar. Þetta er reyndar gaman alla daga, en sééérlega gaman þessa dagana. Held það beri vott um smá prófstress.
Og þegar félagarnir eru við það að leggja í svaka ferðalög og aðrir að plana.... eykur það bara enn meira á löngunina.
Það er svona að hafa þennan Bacterius ferdalangus.
Þessa dagana er alveg óendanlega skemmtilegt að tylla sér niður með góðum félaga, deila upplifunum úr ferðalögum, skoða myndir úr ferðalögum, spjalla um ferðalög og allt á milli himins og jarðar. Þetta er reyndar gaman alla daga, en sééérlega gaman þessa dagana. Held það beri vott um smá prófstress.
4 Comments:
Það er alltaf jafn skemmtilegt að lesa bloggið þitt, pistlarnir þínar geta stundum verið eins og myndir :) Minnir mig á eina sænska vinkonu mína sem er eins!
Það er ekkert skrýtið að þig langi að fara að ferðast. Það er neflilega alveg ótrúlega gaman að ferðast um heiminn og gera allskonar spennandi hluti. Því meira sem maður ferðsast því betur gerir maður sér grein fyrir því hvað maður hefur í rauninni séð lítið af heiminum.
Já, gaman, gaman, hvað með Bacterius heimalangus -hann lætur nú líka á sér kræla við langar útilegur!!
Bráðum koma blessuð jólin.
kveðja
Svenni
takki takk Ásdís :o)
og já, það er alveg rétt þetta með ferðalögin...því meira sem maður sér, þeim mun meira vill maður sjá og fattar hvað maður hefur séð lítið. magnað fyrirbæri!
hehe...Bacterius heimalangus :D sem betur fer hef ég bara fengið heimþrá örsjaldan og þá bara í stuttan tíma, sem betur fer! Melbourne er æði æði æði borg :o)
Post a Comment
<< Home