Vic Market
Á heima rétt hjá Victoria Market, sem er einn af helstu mörkuðum Melbourne. Þetta er markaður þar sem er hægt að kaupa alls konar dóterí (föt, glingur, ...) og líka grænmeti, ávexti, kjöt, fisk, brauð, sætabrauð, vín og osta. Þegar ég labba í skólann, labba ég í gegnum markaðinn. Mér finnst það yndislegt, frábært. Held ég elski barasta Vic Market.
"Jarðarber á dollara!" glymur við frá einum sölumanninum, hann er svona í þéttari kantinum og með styrka rödd. Sölukona örlítið frá hefur líka sterka rödd og gnæfir yfir "eitt kíló af kirsuberjum á sex dollara, eitt kíló af kirsuberjum á sex dollara!" Stundum er mikill bardagi hjá sölumönnunum, stundum er verslunin hljóðlátari. Og fólk röltir um markaðinn með verslunarkerrurnar sínar troðfullar af gulrótum, tómötum, blaðgrænmeti og alls konar góðgæti. Gæðir sér svo kannski á litlu núgatstykki eða súkkulaðibitaköku frá sætabrauðssalanum. Rétt hjá stendur blindur maður, spilar á gítar og syngur. Hann hefur svo fallega rödd. Dýrka að heyra hann syngja, gerir alveg daginn fyrir mig.
"Jarðarber á dollara!" glymur við frá einum sölumanninum, hann er svona í þéttari kantinum og með styrka rödd. Sölukona örlítið frá hefur líka sterka rödd og gnæfir yfir "eitt kíló af kirsuberjum á sex dollara, eitt kíló af kirsuberjum á sex dollara!" Stundum er mikill bardagi hjá sölumönnunum, stundum er verslunin hljóðlátari. Og fólk röltir um markaðinn með verslunarkerrurnar sínar troðfullar af gulrótum, tómötum, blaðgrænmeti og alls konar góðgæti. Gæðir sér svo kannski á litlu núgatstykki eða súkkulaðibitaköku frá sætabrauðssalanum. Rétt hjá stendur blindur maður, spilar á gítar og syngur. Hann hefur svo fallega rödd. Dýrka að heyra hann syngja, gerir alveg daginn fyrir mig.
2 Comments:
Er ekki komin tími til að huga að jólagjöfum?
kveðja
Svenni
jólagjafir segiru....hvað er helst á pakkalistanum? hehe ;o) jólagjafainnkaup fá að bíða þar til eftir blessuð prófin!
hver er annars í jólastuði í 20/30+ gráðu hita? kannski maður tölti um í stuttbrókum með jólasveinahúfu á hausnum :P
Post a Comment
<< Home