sumar/jólafrí
Jæja já, þá eru prófin búin og sumar/jólafríið tekið við. Voða ljúft, get ekki sagt annað :o)
Fyrsti sumarfrísdagurinn byrjaði reyndar ansi ósumarslega. Á hádegi var dimmt heima hjá mér, himinninn var fullur af ofurgráum skýjum. Stuttu síðar varð enn dimmara og byrjaði smá hávaði. Hvað gengur eiginlega á??
Ótrúlegt en satt, það var HAGLÉL! Og akkurat á þeim tíma, samkvæmt gæjanum í útvarpinu, var 10 stiga hiti í Melbourne. Rigndi svo og rigndi og rigndi og var skítakuldi. Kaldur, kaldur sumardagur.
En nóg af þessu, yfir í stemmningu dagsins.
Í miðbæ Melbourne er þónokkuð af litlum húsasundum, eru svona eitt af aðalsmerkjum borgarinnar. Stórar götur, minni götur og svo þessi litlu húsasund inn á milli. Getur orðið fínasta völundarhús fyrir fólk sem á það til að tapa áttum.
Maður gæti freistast til að halda það að þessi húsasund væru ferlega ómerkileg og ekkert þar að finna. En raunin er þveröfug, í Melbourne eru litlu húsasundin ansi lífleg. Verslanir, veitingastaðir, kaffihús, bókabúðir og trúbadorar spilandi á hin ýmsu hljóðfæri. Fátæklingar, viðskiptalið, nemendur og öll flóran eiga leið hjá.
Átti leið inn í eitt þessara litlu húsasunda í dag, nýtti tækifærið og kíkti inn á eitt minnsta kaffihús sem ég hef nokkurn tímann séð. Ætli svæðið fyrir viðskiptavinina og kaffibarþjóninn hafi náð 20 fermetrum? Allavega, á þessum litla fleti rúmuðust fimm agnarlítil borð þétt upp við hvort annað og svo fyrir framan þau sveif ítalski kaffibarþjónninn um gólf. Ferlega kósí. Inn á kaffihúsið komu nemendur, skrifstofudömur, viðskiptamenn og kaffibarþjónninn heilsaði flestum með nafni. Tylltu sér niður yfir girnilegu brauði eða gripu coffee-to-go. Og þegar nemendurnir, skrifstofudömurnar eða viðskiptamennirnir fóru, sögðu þau "thanks, see you tomorrow" við kaffibarþjóninn. Algjör smábæjarfílingur í borginni, yndislegt.
Gæddi mér á dýrindis tyrknesku brauði með spínati, fetaosti, tómötum og grilluðu eggaldini. Gluggaði í ókeypis borgarblað og naut upplifunarinnar, lífsins.
Fyrsti sumarfrísdagurinn byrjaði reyndar ansi ósumarslega. Á hádegi var dimmt heima hjá mér, himinninn var fullur af ofurgráum skýjum. Stuttu síðar varð enn dimmara og byrjaði smá hávaði. Hvað gengur eiginlega á??
Ótrúlegt en satt, það var HAGLÉL! Og akkurat á þeim tíma, samkvæmt gæjanum í útvarpinu, var 10 stiga hiti í Melbourne. Rigndi svo og rigndi og rigndi og var skítakuldi. Kaldur, kaldur sumardagur.
En nóg af þessu, yfir í stemmningu dagsins.
Í miðbæ Melbourne er þónokkuð af litlum húsasundum, eru svona eitt af aðalsmerkjum borgarinnar. Stórar götur, minni götur og svo þessi litlu húsasund inn á milli. Getur orðið fínasta völundarhús fyrir fólk sem á það til að tapa áttum.
Maður gæti freistast til að halda það að þessi húsasund væru ferlega ómerkileg og ekkert þar að finna. En raunin er þveröfug, í Melbourne eru litlu húsasundin ansi lífleg. Verslanir, veitingastaðir, kaffihús, bókabúðir og trúbadorar spilandi á hin ýmsu hljóðfæri. Fátæklingar, viðskiptalið, nemendur og öll flóran eiga leið hjá.
Átti leið inn í eitt þessara litlu húsasunda í dag, nýtti tækifærið og kíkti inn á eitt minnsta kaffihús sem ég hef nokkurn tímann séð. Ætli svæðið fyrir viðskiptavinina og kaffibarþjóninn hafi náð 20 fermetrum? Allavega, á þessum litla fleti rúmuðust fimm agnarlítil borð þétt upp við hvort annað og svo fyrir framan þau sveif ítalski kaffibarþjónninn um gólf. Ferlega kósí. Inn á kaffihúsið komu nemendur, skrifstofudömur, viðskiptamenn og kaffibarþjónninn heilsaði flestum með nafni. Tylltu sér niður yfir girnilegu brauði eða gripu coffee-to-go. Og þegar nemendurnir, skrifstofudömurnar eða viðskiptamennirnir fóru, sögðu þau "thanks, see you tomorrow" við kaffibarþjóninn. Algjör smábæjarfílingur í borginni, yndislegt.
Gæddi mér á dýrindis tyrknesku brauði með spínati, fetaosti, tómötum og grilluðu eggaldini. Gluggaði í ókeypis borgarblað og naut upplifunarinnar, lífsins.
4 Comments:
til hamingju með próflokin!
komin í jólafrí - ó hvað þú ert heppin :D
grats með jólafríið, ég var að komast í langt helgarfrí eftir eitt stk próf. Alla vega alltaf gaman að því. Hafðu það rosa gott í fríinu. hvenær er klakinn? kv heiðdís
ekkert smá kósí dæmi vaá ;)
og til lukku með próflokin og góða ferð heim .... á Akureyri er allt á kafi í snjó og ég vonast auðvitað eftir hvítum jólum ... en það er enn langt í það ...!
takki takk, voða gott að vera komin í frí :o)
hehe...það styttist nú í jólin. og ég er alveg sammála, vonandi verða þau hvít. mér finnst það eitthvað svo miklu jólalegra!
lendi að kvöldi 18. des á Íslandi. næ svona bara aaaakkurat í jólin :o)
Post a Comment
<< Home