November 25, 2006

loksins - blogg :o)

Obbosí....heldur betur kominn tími á blogg!

Undanfarnir dagar hafa verið mjög skemmtilegir, enginn skóli. Einungis hið ljúfa líf dag eftir dag eftir dag. Njóta vinanna, sumarsins og lífsins. Held að nokkrar myndir lýsi þessu miklu betur....


Okkie, Gowri og Katrín á Hispanic Fiesta. Mikið stuð og enn meira um kvöldið. Dúndrandi salsatónlist út um allt.

Smakkaði þetta (churros, er súkkulaðifyllt og djúpsteikt), namminamm :o)


Eftir Hispanic Fiesta, var Pannacotta heima hjá Okkie....


....og líka heimagerð gulrótarkaka, mmmm :o)


Camillu og Gowri fannst gaman heima hjá Okkie....


og já, það var gaman...


sko rosa gaman!


Fór á grískan veitingastað með félaga mínum. Þetta var forrétturinn. Saganaki (haloumi)-steiktur ostur, NAMMM!


Hann sagði eitthvað fyndið og vatnið frussaðist næstum því út úr munninum :P


Löbbuðum á kínverskan stað sem er nálægt. Alls konar gufusoðið dæmi þar í gangi. Þarna var eftirrétturinn gripinn, egg custard bun. Ansi gott.


Og svo var brugðið á leik með myndavélina.


Eitt kvöldið var farið á Fish & Chips stað niðri á strönd. Pakkningarnar utan um matinn voru voða fansí, verið að líkja eftir því hvernig þetta var í gamladaga (pakkað í dagblöð). Djúpsteikur hákarl, djúpsteikt kartöflukaka, djúpsteiktir calamari hringir og djúpsteikt dim sum. Og auðvitað djúpsteiktar franskar kartöflur. Ferlega steikt máltíð eitthvað! :o)


Maður verður víst að setja sítrónu út á herlegheitin...


Og einn daginn var vodkafyllerí! Var nú reyndar bara vatn í þessari vodkaflösku, hehe :o)

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

verst er að maður sér engar myndir ;)
ég kíki á mynda-albúmið bráðlega og treysti á að þessar myndir séu þar!

Njóttu sólarinnar ...

12:08 PM  
Anonymous Anonymous said...

sama hér sé ekki þessar myndir! Hafðu það gott í sólinni. kv heiðdís

5:32 PM  
Blogger Katrin said...

iss iss, ég sá myndirnar!
jæja, vonandi sjást þær núna....og svo er fuuuuullt af myndum væntanlegar á myndasíðuna á allra næstu dögum.

5:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég sé myndir!
En gaman!
Gaman að sjá þig, rosa lítirðu vel út og komin með síðara hár og alles... Mmm ég lifi mig alveg inn í þetta allt, góðir vinir og góður matur - en ég neyðist víst til að sitja nánast samfleytt yfir bókunum næstu 2 vikurnar.

Kær kveðja,

12:49 PM  
Blogger Katrin said...

vííí, gaman að myndirnar sjást :o)

Bara 2 vikur eftir hjá þér, aaaaalveg að verða komið jólafrí :o)

4:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

yesss myndirnar sjást núna! Svaka stuð hjá þér, o ég varð svo svöng að sjá allar þessar kræsingar, af hverju ertu alltaf að birta myndir af mat katrín? Ætlað fá mér í gogginn, knús heiðdís

2:49 PM  
Blogger Katrin said...

Matur er góður! Gaman að prófa nýtt og svo verður nottla að deila upplifuninni :o)

~bon appetit~

4:02 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter