February 21, 2006

Sturtuútvarp

Sturtuútvarp leyndist í einum af jólapökkum síðasta árs.

Mjög hentug stærð á því, fyrirferðalítið, getur hangið í bandspotta og er skemmtilegt á litinn. Á enga hentuga græju, til að ferðast með, sem spilar geisladiska. Þar sem útvarpstónlist er skárri en engin tónlist, var sturtuútvarpinu smellt með í ferðatöskuna og tekið með á suðurhvelið.

Mikið ótrúlega var þetta nú heppilegt!

Það er nefnilega smá mál að ná útvarpssendingu í litlu íbúðinni minni.....eini staðurinn þar sem útvarpssending næst, er við eldhúsvaskinn.....svona hálfpartinn ofan í vaskinum! Sturtuútvarpið hefur alveg fengið nokkrar uppþvottavatnsgusur yfir sig.....venjulegt útvarp væri líklegast komið í rafmagnstækjakirkjugarðinn.

Svenni, takk kærlega fyrir sturtuútvarpið!

*eina útvarpsstöðin sem næst, er sú sem spilar slagara frá 1960-1980. amm....útvarpið hálfpartinn ofan í vaskinum, blastandi sixties/seventies tónlist....hehe....þetta er ekkert sérkennilegt, nei nei.... :o)

February 20, 2006

Kynningarvika fyrir nýnema (orientation)

Kynningarvika

Tjahhhh....vika er eiginlega ekki rétta orðið.....kynningarVIKUR eru eiginlega nær því :o)
Orientation er sem sagt í gangi dagana 13. febrúar til 3. mars. Svona kynningarprógramm fyrir nýja nemendur og útlendinga.

Búin að kíkja á soldið af þessu. Það er alveg hellingur sem þessi skóli býður upp á!
-ég vissi það reyndar fyrir :o)

Það helsta: Listafélag, félag erlendra nemenda, þjóðafélög (félagsstarf fyrir fólk frá Afríku, fólk frá Singapor...en öllum er nottla frjáls að vera með), leiðtogaþjálfunarprógramm, gallerí, ferðaskrifstofa, bankaútibú í einni byggingu skólans, nokkrar matstofur/kaffihús, heilsugæsla, tannlæknir, leikhús, íþrótta- og útivistarfélag, líkamsræktarstöð, húsnæðisráðgjöf, námsráðgjöf, bókasöfn, stúdentafélag (með félagsstarf, alls konar tæki og tól til leigu, lögfræðiaðstoð og fleira), alþjóðaskrifstofa (aðstoða útlendinga með allt og ekkert....knús ef maður þarf!). Og ég er nokkuð örugglega að gleyma einhverju....

Held það sé næstum ómögulegt að verða einmana í skólanum, það eru fimmtíuogsex ÞÚSUND, níuhundruð níutíuogníu (56999) aðrir nemendur til að tala við!!! Jahá....

February 17, 2006

Nýr staður

Ég er flutt! :o)

Já, ég er flutt í litla, sæta stúdíó íbúð :o)

Rosalega ánægð með hana, tiltölulega nálægt skólanum og bara ferlega góð íbúð. Húsið er steypt og klætt að hluta að utan. Þó íbúðin sé lítil, þá er allt til alls, rúm, stóóórt skrifborð, skrifborðsstóll, sjónvarp, borð, stóll, fullbúið eldhús (örbylgjuofn, ísskápur...vantar bara uppþvottavélina....æiiiii....hehe), flísalagt baðherbergi í hólf og gólf með góðri sturtu. Lítur mjög vel út og alles. Algjör draumur :o)

Eldhúsið var vígt um daginn. Og auðvitað kom ekkert annað til greina en að útbúa pastasalat. Pastaskrúfur, túnfiskur, svartar ólífur, rauðlaukur, fetaostur og icebergsalat. Bragðbætt, kolsýrt vatn með. Nammi nammi namm. Toppaði þetta reyndar í gær, gerði salat með satay kjúkling (eða ok, endaði eiginlega sem kjúklingur með salati). Satay kjúklingur, icebergsalat, svartar ólífur, tómatar, gul paprika, fetaostur, rauðlaukur. Svo ostastangir með. Ó vá, þetta var svo gott!

En já, það er gashelluborð. Virkar þannig að skrúfast frá gasinu og lítill kveikjari kveikir í gasinu. Nema hvað, þessi litli kveikjari er bilaður þannig það þarf að nota eldspýtu í staðinn til að kveikja í gasinu. Oohhh....ég er svo mikil mús þegar það kemur að einhverju svona, því þegar maður ber eldspýtuna að gasinu, heyrist stórt PÚFF og kemur svona eins og gassprenging. Og músin ég hrekk alveg í kút...þetta er ekkert svona lítill og þægilegur Bunsen brennari eða útilegugas, nei nei, alveg góð hella og kemur góður blossi þegar maður kveikir í. Auk þessa er STRANGLEGA bannað að vera með eld, eldspýtur, kerti eða eitthvað slíkt í íbúðunum/húsinu. Það er svona reyk/eldkerfi í húsinu, þannig að slökkviliðið mætir sjálfkrafa á svæðið ef skynjarinn nemur reyk/eld. Og hver þarf að borga reikninginn fyrir slökkviliðinu....nú, nottla sá/sú sem var að fikta með eldinn....þannig ég er smá smeyk við að kveikja í þessu gasi með eldspýtu....

Jæja, farin út í 31°C hitann.

February 14, 2006

~ valentínusardagur ~

Á gangi um borgina.....

Kona með rós í hönd, rauða rós.
Kona með blómvönd.
Kona með rós.
Maður að kaupa blóm.
Maður með rós í hönd.
Óvenjumörg pör að kúra saman á grasinu fyrir framan bókasafn Viktoríufylkis.

Hhhmm.....Valentínusardagurinn í dag.....jájájá....alveg rétt :o)

Af því tilefni datt mér í hug að tríta sjálfa mig smá. Keypti súkkulaðikökubita og kókómjólk. Labbaði mér inn í fallegan garð. Naut þess að sitja í grasinu og smjatta á dýrindis súkkulaðiköku. Hallaði mér aðeins. Sólin skein, hlýtt og gott, svo afslappað, bara frábært :o)

Plomm....

Hvað var nú þetta? Nei sko, var ekki bara einn gæinn að opna kampavínsflösku fyrir dömuna sína :o) og korktappinn kom næstum því fljúgandi í hausinn á mér! hehehe.....
já, það voru þónokkur pör í garðinum í dag, með teppi, smá nesti í nestiskörfu, vín og vínglös. rómantíkin í loftinu og allt um kring, valentínusardagur og skál fyrir því.

February 11, 2006

Sólarvörn nr 30

Skoðaði svolítið markaðinn á sólarvörn um daginn, lægst var sólarvörn nr 30. Hvorki meira né minna takk fyrir. Smurði herlegheitunum á hvíta húðina og arkaði út í sólina. Haha, ég ætla sko ekki að brenna!

Að kvöldi var einhver stelpa smá rjóð í kinnum. Ekkert mikið, bara svona pínu eplakinnarjóð. Eins og eftir góða skíðaferð. Ætlaði bara ekki að trúa þessu, sólarvörn nr 30 og samt smá rauð húð....Alveg hreint ótrúlegt....Sólin er greinilega mjöööög sterk. Og þá veit ég af hverju Ástralía er það land í heiminum sem er með hvað hæsta tíðni af húðkrabbameini. Vitiði, það liggur við að þetta sé of mikið af sól, íslenska loftslagið er bara fínt :o) Melbourne á það hins vegar sameiginlegt með Íslandi að öll veður geta komið á sama deginum. Hitasveiflan er töluverð frá morgni fram á miðjan dag. Eina stundina er svo steikjandi hiti og heiðskírt, þá næstu er sólin í felum og það er rok. Peysan er on og off allan daginn.

"If you don´t like the weather, just wait for 5 minutes"

February 10, 2006

Kvoldskoli

Hmmm....ekki vissi 'eg ad namid mitt vaeri kvoldskoli....

Eda svona....skodadi stundaskrana og sa eftirfarandi:

Manudagar 18-21
Midvikudagar 18-21
Fimmtudagar 18-21

Verklegt a manudogum kl 13:30-17.
Eitt namskeid vantar i stundatofluna og meira verklegt a eftir ad baetast vid.

Stundum var (er) oanaegja med stundaskrarnar i Haskola Islands.
Held eg tjai mig ekkert frekar um tad. Veit bara ad mer finnst mjog, ja MJOG seint ad vera maeta i skolann kl 18!

Skiptum um gir...fann alveg svakalega matvoruverslun i gaer. Tvilikt urval!! Tvilikt verd!!

February 9, 2006

-Melbourne, Ástralía-

Sporvagnar og viktorískur byggingarstíll.
Fólk frá Ameríku, Evrópu, Asíu, Afríku, Indlandi.
Melbourne í hnotskurn.

Þægilegt hitastig.
Af og til kemur rigning, svona sturturigning. Annaðhvort er málið að vera í pollagalla frá toppi til táar eða vera svo fyrirhyggjusamur að ganga með regnhlíf. Þeir sem eru hvorki í pollagalla né luma á regnhlíf, finna skjól undir húsþaki eða einhverju álíka....tjahh, eða verða þá bara gegnblautir. Já, ég lenti alveg óvart í morgunsturtu nr 2 ;o)

Fyrir hagfræðinga og aðra talnaspekúlanta: Verðlag á mat, nokkuð hagstætt. Kvöldmaturinn í gær var á asískum veitingastað, 349 íslenskar krónur. Mjög mikið fyrir einn, hefði vel dugað fyrir tvo. Kíkti svo á ítalskan stað í hádeginu í dag, 446 krónur fyrir tólf tommu eldbakaða pizzu. Hún var svoooo góð :o)

Ferðalagið til Melbourne tók annars sinn tíma...ca 3 klst flug til London, bíða 10 klst. Svo kom 12,5 klst flug til Singapore og ca 2 klst bið þar. Síðasti spottinn var svo ca 7 klst til Melbourne. Þessi seinni flug voru ekkert skelfileg, ég er mjög þakklát fyrir að geta sofið í flugvél :o) var samt engu að síður orðin gjörsamlega rangeygð af þreytu í gærkvöldi....steinsofnuð klukkan hálftíu.

Verkefni dagsins í gær, dagsins í dag og ef til vill næstu daga: Finna húsnæði.
mortgage brokers
mortgage brokers Counter