February 20, 2006

Kynningarvika fyrir nýnema (orientation)

Kynningarvika

Tjahhhh....vika er eiginlega ekki rétta orðið.....kynningarVIKUR eru eiginlega nær því :o)
Orientation er sem sagt í gangi dagana 13. febrúar til 3. mars. Svona kynningarprógramm fyrir nýja nemendur og útlendinga.

Búin að kíkja á soldið af þessu. Það er alveg hellingur sem þessi skóli býður upp á!
-ég vissi það reyndar fyrir :o)

Það helsta: Listafélag, félag erlendra nemenda, þjóðafélög (félagsstarf fyrir fólk frá Afríku, fólk frá Singapor...en öllum er nottla frjáls að vera með), leiðtogaþjálfunarprógramm, gallerí, ferðaskrifstofa, bankaútibú í einni byggingu skólans, nokkrar matstofur/kaffihús, heilsugæsla, tannlæknir, leikhús, íþrótta- og útivistarfélag, líkamsræktarstöð, húsnæðisráðgjöf, námsráðgjöf, bókasöfn, stúdentafélag (með félagsstarf, alls konar tæki og tól til leigu, lögfræðiaðstoð og fleira), alþjóðaskrifstofa (aðstoða útlendinga með allt og ekkert....knús ef maður þarf!). Og ég er nokkuð örugglega að gleyma einhverju....

Held það sé næstum ómögulegt að verða einmana í skólanum, það eru fimmtíuogsex ÞÚSUND, níuhundruð níutíuogníu (56999) aðrir nemendur til að tala við!!! Jahá....

4 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Hvað með aðstoð fyrir þá sem eiga kærasta/-ustu eða mann/konu langt langt í burtu? hehe

11:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hejsan Katrin!

Man kan ju undra hur det går för en islänning i australien, får du någon markänsla eller svävar du omkring....

Hälsningar

Svíarnir...

6:29 PM  
Blogger Katrin said...

Ekkert mál að finna aðstoð þegar maður á td kærasta/kærustu/mann/konu langt í burtu og þarf á spjalli, knúsi eða einhverju að halda. Skólinn býður upp á sálfræðiþjónustu, almennan stuðning og heimþráarþjónustu og svo er líka trúarleg þjónusta sem tekur á söknuði.

Ójá, það er vel hægt að finna aðstoð í svona máli :o)

3:08 AM  
Blogger Katrin said...

Hæ Svíar!

Gaman að heyra frá ykkur :o)

Gengur bara mjög vel að venjast hlutunum hér í Ástralíu :o)

Bestu kveðjur

3:22 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter