February 9, 2006

-Melbourne, Ástralía-

Sporvagnar og viktorískur byggingarstíll.
Fólk frá Ameríku, Evrópu, Asíu, Afríku, Indlandi.
Melbourne í hnotskurn.

Þægilegt hitastig.
Af og til kemur rigning, svona sturturigning. Annaðhvort er málið að vera í pollagalla frá toppi til táar eða vera svo fyrirhyggjusamur að ganga með regnhlíf. Þeir sem eru hvorki í pollagalla né luma á regnhlíf, finna skjól undir húsþaki eða einhverju álíka....tjahh, eða verða þá bara gegnblautir. Já, ég lenti alveg óvart í morgunsturtu nr 2 ;o)

Fyrir hagfræðinga og aðra talnaspekúlanta: Verðlag á mat, nokkuð hagstætt. Kvöldmaturinn í gær var á asískum veitingastað, 349 íslenskar krónur. Mjög mikið fyrir einn, hefði vel dugað fyrir tvo. Kíkti svo á ítalskan stað í hádeginu í dag, 446 krónur fyrir tólf tommu eldbakaða pizzu. Hún var svoooo góð :o)

Ferðalagið til Melbourne tók annars sinn tíma...ca 3 klst flug til London, bíða 10 klst. Svo kom 12,5 klst flug til Singapore og ca 2 klst bið þar. Síðasti spottinn var svo ca 7 klst til Melbourne. Þessi seinni flug voru ekkert skelfileg, ég er mjög þakklát fyrir að geta sofið í flugvél :o) var samt engu að síður orðin gjörsamlega rangeygð af þreytu í gærkvöldi....steinsofnuð klukkan hálftíu.

Verkefni dagsins í gær, dagsins í dag og ef til vill næstu daga: Finna húsnæði.

6 Comments:

Blogger Jon Olafur said...

Pant vera fyrstur til að kommenta :o)

Hvernig er það, ertu ekki búin að athuga bjórverðið þarna? Það er nú besti mælikvarðinn á verðlagið ;)

9:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

hehe :o) hef reyndar ekki athugad bjorverdid, tad gerist einn daginn...

10:16 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ! Frábært að geta lesið um líf þitt í Ástralíu hér á þessu bloggi. Ég verð fastagestur.
Kærar kveðjur

2:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hi Karen :o)

Amm, um ad gera ad fylgjast med hvernig gengur her i Astraliu. Mer finnst td soldid erfitt ad ganga a hondum allan daginn...hehe... :oD

9:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

þú verður komin í góða handstöðuæfingu fyrr en varir, sérstaklega ef þú borðar mikið af sítrónujógúrt!

6:55 AM  
Blogger Katrin said...

mmm....sitronujogurt er gooooood :o)

9:33 PM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter