February 17, 2006

Nýr staður

Ég er flutt! :o)

Já, ég er flutt í litla, sæta stúdíó íbúð :o)

Rosalega ánægð með hana, tiltölulega nálægt skólanum og bara ferlega góð íbúð. Húsið er steypt og klætt að hluta að utan. Þó íbúðin sé lítil, þá er allt til alls, rúm, stóóórt skrifborð, skrifborðsstóll, sjónvarp, borð, stóll, fullbúið eldhús (örbylgjuofn, ísskápur...vantar bara uppþvottavélina....æiiiii....hehe), flísalagt baðherbergi í hólf og gólf með góðri sturtu. Lítur mjög vel út og alles. Algjör draumur :o)

Eldhúsið var vígt um daginn. Og auðvitað kom ekkert annað til greina en að útbúa pastasalat. Pastaskrúfur, túnfiskur, svartar ólífur, rauðlaukur, fetaostur og icebergsalat. Bragðbætt, kolsýrt vatn með. Nammi nammi namm. Toppaði þetta reyndar í gær, gerði salat með satay kjúkling (eða ok, endaði eiginlega sem kjúklingur með salati). Satay kjúklingur, icebergsalat, svartar ólífur, tómatar, gul paprika, fetaostur, rauðlaukur. Svo ostastangir með. Ó vá, þetta var svo gott!

En já, það er gashelluborð. Virkar þannig að skrúfast frá gasinu og lítill kveikjari kveikir í gasinu. Nema hvað, þessi litli kveikjari er bilaður þannig það þarf að nota eldspýtu í staðinn til að kveikja í gasinu. Oohhh....ég er svo mikil mús þegar það kemur að einhverju svona, því þegar maður ber eldspýtuna að gasinu, heyrist stórt PÚFF og kemur svona eins og gassprenging. Og músin ég hrekk alveg í kút...þetta er ekkert svona lítill og þægilegur Bunsen brennari eða útilegugas, nei nei, alveg góð hella og kemur góður blossi þegar maður kveikir í. Auk þessa er STRANGLEGA bannað að vera með eld, eldspýtur, kerti eða eitthvað slíkt í íbúðunum/húsinu. Það er svona reyk/eldkerfi í húsinu, þannig að slökkviliðið mætir sjálfkrafa á svæðið ef skynjarinn nemur reyk/eld. Og hver þarf að borga reikninginn fyrir slökkviliðinu....nú, nottla sá/sú sem var að fikta með eldinn....þannig ég er smá smeyk við að kveikja í þessu gasi með eldspýtu....

Jæja, farin út í 31°C hitann.

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fardu varlega med gasid - alltaf skrufa fyrir thad sem fyrst. Annars bumm!
Nu styttist i namid og verdur mikid ad gera.

Skrufadu fyrir gasid nuna!

kvedja
Svenni og Mamma i Svithod

6:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hae pae, gaman að sja ad allt gengur vel, gott ad tu ert komin i gott husnaedi nu fer alvaran ad byrja skoli skoli skoli haltu afram ad vera svaka dugleg annars allt gott eda eiginlega ekkert ad fretta hedan kv. Gulla Rf

5:12 PM  
Blogger Katrin said...

Takk takk, ég vona þetta gangi líka allt saman vel :o)

amm, það styttist í skólann, byrjar 27. febrúar. verður örugglega alveg nóg að gera.

engar fréttir eru góðar fréttir, er ekki sagt svo? :o)

2:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

ú ég skil þig svo vel, ég er dauðhrædd við gas líka og allt sem springur með blossa eins og þú veist hahaha :D

hlýtur að venjast samt. ekki satt?

til hamingju með íbúðina!

kveðja frá kp, nýkomin heim frá nyc eftir frábæra ferð.

12:37 PM  
Blogger Katrin said...

Æði að NY tókst svona vel :o)

Hvert á að fara næst? :oD

3:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Brest í Frakklandi, í vinnuferð í apríl :) Líklega.
Bara ég ein, til að læra á e-ð tæki...

7:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Brest í Frakklandi, í vinnuferð í apríl :) Líklega.
Bara ég ein, til að læra á e-ð tæki...

7:33 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter