February 21, 2006

Sturtuútvarp

Sturtuútvarp leyndist í einum af jólapökkum síðasta árs.

Mjög hentug stærð á því, fyrirferðalítið, getur hangið í bandspotta og er skemmtilegt á litinn. Á enga hentuga græju, til að ferðast með, sem spilar geisladiska. Þar sem útvarpstónlist er skárri en engin tónlist, var sturtuútvarpinu smellt með í ferðatöskuna og tekið með á suðurhvelið.

Mikið ótrúlega var þetta nú heppilegt!

Það er nefnilega smá mál að ná útvarpssendingu í litlu íbúðinni minni.....eini staðurinn þar sem útvarpssending næst, er við eldhúsvaskinn.....svona hálfpartinn ofan í vaskinum! Sturtuútvarpið hefur alveg fengið nokkrar uppþvottavatnsgusur yfir sig.....venjulegt útvarp væri líklegast komið í rafmagnstækjakirkjugarðinn.

Svenni, takk kærlega fyrir sturtuútvarpið!

*eina útvarpsstöðin sem næst, er sú sem spilar slagara frá 1960-1980. amm....útvarpið hálfpartinn ofan í vaskinum, blastandi sixties/seventies tónlist....hehe....þetta er ekkert sérkennilegt, nei nei.... :o)

3 Comments:

Blogger Katrin said...

ekkert loftnet sjaanlegt a sturtuutvarpinu. datt tetta einmitt i hug, en neibb....

1:40 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæjj stelpa. Var að detta inn á síðuna þína. Mun reyna að detta hérna inn reglulega og fylgjast með þér.
Kær kveðja út :o)

8:41 PM  
Blogger Katrin said...

Amm, endilega kikka við :o)

5:07 AM  

Post a Comment

<< Home

mortgage brokers
mortgage brokers Counter